Örvitinn

Morgundagurinn er ekki í dag, hann er á morgun

Já, ég ruglaðist á dögum. Mætti á staðinn en fann enga ráðstefnu. Fór þá aðeins að spá, kíkti á pappírana sem ég var með og fattaði að Nikon sýningin er á morgun en ekki í dag. Fyrir viku stöðvaði ég Sigurdór á Facebook því hann ætlaði að bruna á staðinn en enginn stoppaði mig!

Ég vissi alveg að kynningin væri þriðja nóvember en einhverju sló saman í kollinum á mér í dag.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 02/11/09 16:14 #

PRO-TIP: þú mátt endurtaka færsluna á morgun, eða bara breyta dagsetningunni, svo hún komi aftur í RSS-ið.

Matti - 02/11/09 16:18 #

Þetta er efni í fimm eða sex bloggfærslur á morgun. Upprifjun á ráðstefnu, ein um að nú fari ég ekki blaðavillt og svo ein fyrir hverja kynningu (bloggað fyrirfram). Eftir ráðstefnu skrifa ég svo um upplifun mína og lokafærslan mun heita Nikon og kynlífshegðun ljósmyndanörda. Hún verður epísk.

Teitur Atlason - 02/11/09 16:51 #

Um 10 leytið í dag þá rak ég litlutánna í ískápinn. Djöfull er það vond. Nokkur bréf voru svo í lúgunni þegar ég kom heim. Ekkert merkilegt. Eitthvað frá Gautaborg-El og svoleiðist. 2 auglýsingabæklingar. Einn frá mublubúð og annar frá svona byggingavöruverslun. Fór á klósettið. Notaði 4 bréf af skeini.

Lissy - 02/11/09 20:33 #

The Dullest Blog in the World was hilarious, especially all the comments. 96 of them! Should be 69 in keeping with your sex theme, but anyhow, close enough.

Matti - 03/11/09 09:50 #

Mér finnst leiðinlegasta blogg í heimi mjög skemmtilegt, en skoða það reyndar afar sjaldan :-)

Þess má geta að morgundagurinn er í dag.