Örvitinn

Blautur ríkisbankadraumur

Ó bara ef við værum í landi þar sem ráðamenn gætu ráðskast með bankastjórana og stjórnað því hverjir fá fyrirgreiðslu og hverjir ekki. Gætu hringt í bankastjórana og hundskammað þá þegar þeir gera eitthvað sem virðist við fyrstu sýn stangast á við hagsmuni flokksins.

Mér sýnist þetta vera blautur draumur sumra.

Engu máli skiptir þó ekkert hafi verið afskrifað enn.

dylgjublogg
Athugasemdir

hildigunnur - 02/11/09 23:26 #

já vá. Ótrúlega margir sem skammast yfir hlutum sem stjórnin á afskaplega erfitt með að ráða yfir eða stoppa - og yfir hlutum sem fólk ímyndar sér að séu að gerast. Hins vegar er maður orðinn svo vanur svikum og svínaríi að maður sér slíkt í öllum hornum...