Örvitinn

Afmælisbarn gærdagsins

Gyða átti afmæli í gær, varð rétt rúmlega þrítug.

Við byrjuðum afmælisdaginn skömmu eftir miðnætti þegar við kíktum í Iðu og keyptum nýjustu bók Arnalds Indriðasonar. Gyða hefur lesið þær allar. Gyða Ásmundsdóttir Héldum svo hádegisboð fyrir foreldra okkar og systkini mín, ég bjó til súpu og brauð.

Seinnipartinn kíktum við í Kringluna, ég hafði rekist á afmælisgjöf sem ég var að spá í að kaupa en vildi fá Gyðu með mér til að velja. Enduðum á því að kaupa aðrar gjafir sem voru töluvert ódýrari. Gyða er ekki með mjög dýran smekk. Tókum mynd á bílastæðinu, það þótti henni vandræðalegt þó fáir væru á ferli.

Komum við á Saffran á heimleiðinni og keyptum Saffran kjúkling handa allri fjölskyldunni, borðuðum kvöldmatinn heima í rólegheitunum. Höfum haft það fyrir sið að fara út að borða á afmælisdögum en það var þreyta í mannskapnum þannig að við ákváðum að sækja mat í þetta skipti.

Enduðum kvöldið í bíó.

fjölskyldan
Athugasemdir

Baddi - 02/11/09 09:51 #

Til hamingju með konuna.

Matti - 02/11/09 09:52 #

Takk takk.