Örvitinn

Stúlkan sem lék sér að eldinum

Ég og Gyða endurtókum tilraunina og skelltum okkur í bíó til að sjá Stúlkan sem lék sér að eldinum. Gyða nýbúin að klára bókina en ég algjörlega grunlaus. Bíóferðin gekk betur en á föstudag enda var myndin sýnd í stóra salnum í Regnboganum í kvöld. Við komum við snemma til að kaupa miða.

Okkur þótti myndin góð. Gyðu fannst stokkið yfir ansi mikið í fyrri hluta myndarinnar en fannst seinni hluti hennar betri, enda meiri hasar þar, bæði í bók og bíó.

Mér finnst báðar myndirnar fínar og þarf ekkert að spá í hverju er sleppt úr bókunum. Lisbeth er flottur karakter og Svíarnir ná að gera þetta þokkalega spennandi, maður veit ekki hvað gerist næst.

Ég held samt að þó fólk sé með erfðagalla sem veldur því að það finni ekki sársauka muni raflost gera það óvirkt í einhvern tíma.

kvikmyndir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 02/11/09 01:01 #

Þetta var víst ég. Rakst í enter takkann.

Gummi Jóh - 02/11/09 01:02 #

Pro tip : Ef maður ætlar í bíó er best að kaupa miðann á midi.is. Maður fær MMS með strikamerki sem skannað er í kvikmyndahúsinu. Maður þarf aldrei að bíða í röð og lendir aldrei í því að það sé uppselt.

Matti - 02/11/09 01:03 #

Ég var bara að frétta af þessum MMS miðum, stóð í þeirri trú að maður þyrfti að prenta miðana út og hef verið prentaralaus síðustu mánuði. Prófa þetta næst.