Örvitinn

Losna ekki við hálsbólgu

Mynd af mérÉg var verri í hálsinum í gærkvöldi og morgun en ég hef verið síðustu daga, er semsagt ekkert að skána. Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á þessu.

Var kominn með hálsbólgu sjötta október, var þá heima í tvo daga. Hef ekki losnað almennilega við helvítið síðan, verið skárri suma daga en ansi slæmur aðra.

Fór til læknis í síðustu viku, hann sagði að það væri ekkert að mér. Alltaf fjör að fara til læknis :-) Ég var ekki með bólgur og honum þótti ekki ástæða til að taka sýni.

Ég nenni þessari hálsbólgu ekki lengur! Er orðinn leiður á tedrykkju.

Myndin er frá því í sumar.

ps
Hrikalega er Svarthöfði góður í dag.

heilsa
Athugasemdir

hildigunnur - 30/10/09 09:23 #

segjum tvö :@

Reyndar gætirðu prófað að gurgla með Penzími, fékk það ráð - virkaði ekki hjá mér en það er reyndar væntanlega vegna þess að ég er með raddbandabólgu (plús eitthvað lungnavesen) en ekki týpíska hálsbólgu. Penzímið náði ekki alla leið niður í raddbönd...

Erna Magnúsdóttir - 30/10/09 09:52 #

Bara að biðja til guðs um að láta sér batna ;)

Annars finnst mér pínu kómískt að pensím eigi að vera allra meina bót. Skil það alveg sem húðkrem, en próteasar gegn hálsbólgu er voðalega nýstárlegt!

- grettir - 30/10/09 10:15 #

Ég var búinn að vera svona í töluvert mörg ár þegar ég gafst upp og skellti mér til háls- nef og eyrnalæknis. Á hverju hausti helltist yfir mig hálsbólga og kvef sem virðust ekki vera í neinum takti við umgangspestir. Hann skellti á mig "sónargeli" og kíkti inn í hausinn á mér, komst að því að kinnholurnar voru fullar af slími sem smituðu reglulega niður streptókokkum og öðrum ógeðiskvikindum. Þetta vildi læknirinn kalla séríslenska veiki, því umhleypingar á landinu valda þessum bólgum og slímmyndun og er víst ótrúlega algengt.

Ég fékk fúkkalyf við hálsbólgunni og var settur á nefsprey kúr (minnir að það heiti Flixonase) og losnaði við þetta á nokkrum mánuðum.

Kristján Atli - 30/10/09 10:22 #

Það eina sem ég er ósammála í pistli Svarthöfða er þegar hann segir að Ólafur Skúlason hafi verið „ögn“ umdeildur.

Orðrétt af Wikipedia-grein Ólafs:

„Á embættistíma hans kom upp röð hneykslismála sem tengdust prestum, auk ásakana á hendur Ólafi sjálfum um kynferðisbrot í fyrra starfi sem sóknarprestur Bústaðakirkju.“

Þetta kalla ég ekki að vera ögn umdeildur. Þetta kalla ég að vera mjög umdeildur, og vægast sagt vafasamur.

Matti - 30/10/09 10:36 #

Svarthöfði hlýtur að hafa verið að færa í stílinn :-)

Ég hef fengið svona hálsbólgu síðan ég man eftir mér. Man eftir því hvað ég var alltaf svekktur þegar ég fór til læknis þegar ég var unglingur, eftir að hafa verið að drepast í hálsinum í töluverðan tíma, vaknaði á hverri nóttu þurr og aumur í hálsinum, en fékk alltaf sama svarið. Þetta lagast á nokkrum dögum.

Verst var að þetta lagaðist alltaf á nokkrum dögum :-)

Bjarki - 30/10/09 10:38 #

Ég reikna nú með því að skilgreining Svarthöfða á Ólafi Skúlasyni sem "ögn umdeildum" hafi verið kaldhæðni.

Sindri Guðjónsson - 30/10/09 12:29 #

Sæll Matti. Ég átti við svipað að stríða í tvö til þrjú ár, en hef verið góður nú síðasta árið. Ég var alltaf með smá eymsl í hálsinum, og stundum fullgerða hálsbólgu. Eymslin í hálsinum fór gersamlega aldrei. Þetta fór hrikalega í taugarnar á mér, sérstaklega þar sem ég hafði lesið í einhverri líkamsræktarbók að menn ættu ekki að æfa með hálsbólgu, og ég vildi fara að hreyfa mig og losna við spikið. Heimilslæknir hafði ávísað á mig sýkla lyfjum stöku sinnum, en það hafði engin áhrif á þessa krónísku viðloðandi "hálsbólgu".

Á endanum pantaði ég tíma hjá háls- nef og eyrna lækni. Hann gerði smá tilraun. Hann lét mig taka lyf gegn bakflæði. Hann taldi líklegt að t.d. þegar ég svæfi þá gutlaðist upp í vélindað magasýrur, og þetta getur valdið stöðugum og viðloðandi hálssærindum, og gerir hálsinn viðkvæman. Eftir að ég fór á bakflæðislyfin hvarf hálsbólgan. Þess má geta að hann skoðaði hálsinn á mér, þegar ég var aumur í honum, og sagði að það væri engin hálsbólga. Þar sem ég var með þessa verki í hálsinum, og að auki of þungur þá fannst honum þetta líkleg skýring. (Of þungir eru líklegri til að hafa bakflæði, og ég var með það án þess að gera mér einu sinni grein fyrir því). Það er algengt að bakflæði valdi svona særindum í hálsi.

Siggi Óla - 30/10/09 12:54 #

Komnar nokkrar reynslusögur sem þú getur farið að vinna úr til að athuga með hálsinn á þér :) Hér kemur ein enn.

Ég fékk mjög slæmar hálsbólgur nokkrum sinnum á ári sem ætluðu aldrei að fara og voru hreint út sagt hundleiðinlegar og mér til mikils ama. Var nánast samfellt.

Fór til HNE læknis sem sagði ekkert að mér. Ekkert skánaði og hringdi ég þá í gamla HNE lækninn minn, hafði verið eyrnabarn langt fram eftir aldri og spurði hann hvort hann vildi taka úr mér hálskirtlana, ég vildi losna við þá.

Ekkert mál, kirtlarnir voru fjarlægðir og sagði hann þá hafa verið ljóta gróðrastíur. Eftir það (átta ár síðan) losnaði ég algjörlega við þessar svæsnu leiðinda hálsbólgur og fæ þær nú sjaldan og þá alls ekki eins slæmar eða þrálátar. Hef ekki hugmynd um hvort þarna var tenging á milli en ég er ánægður :)

Matti - 30/10/09 13:18 #

Það er alveg ljóst að ég þarf að grennast en ég hef aldrei þjáðst af brjóstsviða.

Ég var reyndar eyrnabólgubarn langt fram eftir aldri, með rör í eyrum fram á táningsaldur.

Eygló - 30/10/09 16:53 #

Þú er kannski með sömu pest og Óli. Hann veiktist í lok september. Var mjög slappur með hita í einhverja þrjá daga. En svo ætlaði þetta aldrei að fara. Eftir tveggja vikan slappleika fór hann til læknis og fékk sýklalyf. Þegar sá skammtur kláraðist taldi hann sig vera nokkuð góðan en fékk þá aftur í hálsinn. Fékk svo annan sýklalyfjaskammt og var að klára hann. Vonandi að þetta sé búið núna.