Læti eru þetta
Er eitthvað að gerast?
Annars hef ég aðallega áhyggjur af fólkinu í Kjós og foreldrum mínum sem ætla að keyra yfir Hellisheiði á eftir. Held það sé ekkert rosalega gáfulegt eins og er.
Tékkaði á bústaðnum áðan, þar virðist allt vera með kyrrum kjörum. Þurfti að fylla á frelsiskortið til að geta tékkað á statusnum. Þessi krafa um að fylla þurfi á frelsiskort á 6 mánaða fresti er óþolandi þegar um er að ræða tæki eins og öryggiskerfi í sumarbústað. Sök sé þó miðað væri við 6 mánuði frá síðustu notkun (símtali, sms, mms).
Eva Mjöll - 09/10/09 18:02 #
Það er nú svakalega hvasst hérna hjá okkur í Kjósinni en við höfum það fínt (ef það eru við sem þú hafðir áhyggjur af :) Þakplötur fuku af fjósi hérna á næsta bæ og skilst mér að þær plötur liggja hérna í brekkunum fyrir ofan en þessu hlýtur að fara að ljúka.