mbl.is finnur langelsta mann sögunnar
Árið 1859 ól hún soninn Dolphus sem var langa-langafi Michelle Obama. Ítarlega hefur verið greint frá þessum uppgötvunum ættfræðingsins í New York Times, en sjálf segir hún þær ekki hafa komið sér á óvart. „Sú staðreynd hinsvegar, að aðeins 15 árum eftir að Dolphus lést skuli afkomandi hans vera búsettur í Hvíta húsinu, er sláandi,“ segir Smolenyak. #
Samkvæmt fréttinni lést Dolphus því árið 1994, fyrir fimmtán árum. Það ár hefði hann orðið 135 ára. Magnaður kappi þessi langa-langaafi Michella Obama.
Upplýsingar sínar fær mbl.is kannski frá bbc fréttavefnum þar sem einnig er vitnað í Smolenyak og árin 15 en þó er smá munur á tilvitnununum.
But the fact that just 15 years after the death of Dolphus, one of his descendants was born who would end up in the White House, that is startling," she said.
15 árum eftir að Dolphus lést fæddist afkomandi hans sem síðar flutti í Hvíta húsið.
Það liðu tæp 60 ár, ekki 15, frá því Dolphus dó þar til afkomandi hann flutti í Hvíta húsið. Hann varð rúmlega níræður sem er nú bara nokkuð gott en það munar dálítið miklu um þessa þýðingarvillu mbl.is :-)
Erlendur - 08/10/09 17:31 #
Ahh, mbl.is og þýðingarvillur.
Ég man eftir einni frétt í hruninu þar sem var verið að beinþýða Financial Times og var talað um fiskveiðistjórnunarstefnu ESB í tengslum við evruna. Þegar maður leitaði uppi upprunalega textannn stóð fiscal policy. Smá munur ;)
Halldór E. - 08/10/09 19:59 #
Það er búið að laga þetta í fréttinni á mbl.is.