Flóttinn mikli
Ég fylgist ákaflega spenntur með fjöldaflóttanum af Moggabloggi. Það getur enginn sagt að ráðning Davíðs hafi ekki einhverjar jákvæðar afleiðingar.
Moggabloggarar sem ætla að flýja en vilja blogga áfram þurfa að finna sér annað heimili. Ég mæli með því að fólk geri þetta almennilega, kaupi lén (.com kostar $12 á ári hjá Joker) og fái einhvern til að hýsa síðuna fyrir lítinn pening.
Löggiltir fáráðlingar geta örugglega fengið pláss hjá Blekpennum
Ég hef dálítið gaman að fólkinu sem segist vera að kaupa sér áskrift að Morgunblaðinu fyrst Davíð er mættur. Eflaust eru einhverjir sem sannarlega eru að kaupa sér áskrift en svo eru hinir sem sennilega voru áskrifendur fyrir. Minna mig á fólkið sem vill fá aðstoð Vantrúar við að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Var allt skráð þar fyrir en heldur að það sé að gera okkur grikk. Við aðstoðum það með bros á vör.
Kristín í París - 26/09/09 06:47 #
Ég er margmiður mín. Í fyrsta lagi leið mér ágætlega án þess að vita af blekpennum. Í öðru lagi var ég að endurnýja .com - ið mitt hjá Netissime og greiddi rúmar 14 evrur fyrir ársgjaldið. Með engu, bara nafnið. Er joker.com gott fyrirtæki? Getur maður skipt um?
Kalli - 26/09/09 14:02 #
Ég mæli með að fólk noti hýsta lausn undir bloggið sitt (eða bara almennt allt sem maður hefur setur á vefinn). Það er engin ástæða til að standa í þessu sjálfur (ég hýsi nokkrar síður sjálfur) nema maður geti gert það betur en hýst lausn gerir það fyrir mann og maður sé tilbúinn til að standa í viðhaldi sjálfur. (Alltaf gaman af WordPress uppfærslum...)
En það er samt um að gera að kaupa sér eigið lén. Borga bara $10 sjálfur fyrir þau en það er reyndar í gegnum Dreamhost fyrir vefi sem ég hýsi þar.
En varðandi þessa moggabloggara... er ekki fínt að hafa hálfvitana sem eru þar einmitt þar?
Einar Jón - 29/09/09 08:17 #
Það gæti líka dugað mörgum að fá sér frítt sub-lén hjá einhverjum eins og no-ip.com
http://www.no-ip.com/services/managed_dns/free_dynamic_dns.html