Örvitinn

Skortur á heiðarleika trúvarnarmanna

Marga trúvarnarmenn skortir heiðarleika í samskiptum. Sennilega vegna þess að það sem þeir eru að verja er óverjanlegt. Þeir þykjast vilja samræður en þegar samræðurnar verða óþægilegar snúa þeir öllu á haus. Gera "andstæðingum" sínum upp skoðanir, endurtaka ósannindi og dylgja látlaust.

fossvogskirkjugardur.jpg
Myndin tengist bloggfærslunni ekki neitt. Tók hana í Fossvogskirkjugarði í gær.
Sumir trúvarnarmenn telja nauðsynlegt að myndskreyta öll sín skrif.

Það er afar þreytandi að reyna að fá slíkt fólk til að standa við skoðanir sínar. Það setur fram glórulausar fullyrðingar en um leið og einhver spyr út í fullyrðinguna reynir það að rægja þann sem spyr, ásakar hann um hroka eða dónaskap. Segist svo bara hafa verið að setja fram spurningu, þó textinn sé augljósa stútfullur af fullyrðingum.

Þetta fólk er yfirleitt sannfært um að það sé málefnalegt þegar það heldur því fram að siðferði sé háð eða bundið við trúarbrögð.

Bertrand Russel skrifaði ritgerðina Can religion cure our troubles? árið 1955. Þar segir hann:

“I do not myself think that the dependence of morals upon religion is nearly as close as religious people believe it to be. I even think that some very important virtues are more likely to be found among those who reject religious dogmas than among those who accept them. I think this applies especially to the virtue of truthfulness or intellectual integrity. I mean by intellectual integrity the habit of deciding vexed questions in accordance with evidence, or of leaving them undecided where the evidence is inconclusive. This virtue, though it is underestimated by almost all adherents of any system of dogma, is to my mind of the very greatest social importance and far more likely to benefit the world than Christianity or any other system of organized beliefs.”

dylgjublogg kristni