Örvitinn

Tröll og botnvörpur

Íslendingar misskilja stundum erlend hugtök og oft festast rangar þýðingar í sessi.

Eitt af því sem fólk ruglast gjarnan á er enska orðið troll sem notað er um þá sem dunda sér við að eyðileggja umræður á netinu.

Hér er ekki verið að vísa í tröll úr þjóðsögum heldur veiðarfæri. Sá sem er troll mætir í umræður, leggur út netið og reynir að fanga sem flesta fiska. Hann hefur engan áhuga á því sem um er rætt, tilgangurinn er einungis sá að æsa fólk upp og afvegaleiða umræðurnar.

Köllum því slíkt fólk troll en ekki tröll. Aðrir geta verið dónar eða ruddar en það er ekki það sama. Fólk getur verið ruddalegt án þess að vera að reyna að afvegaleiða umræðuna. Sérstaklega þegar það svarar ruddalegum bloggfærslum.

vefmál
Athugasemdir

Stebbi - 04/09/09 10:18 #

"Trolling" er reyndar tegund af línuveiðum, og kemur botnvörpuveiðum eða öðrum togveiðum títið við. Lînan er reyndar dregin við "trolling" en það er samt mjög frábrugðið togveiðum.

Hér ert þú að rugla saman "trolling" og "trawling". Trawling eru sem sagt togveiðar, "bottom trawling" þegar botnvarpa er notuð.

Matti - 04/09/09 10:20 #

Þessir fiskstjórnunarnördar :-)

Við höfum þetta fína orð troll sem passar alveg við ensku notkunina í þessu samhengi.

VH - 04/09/09 11:03 #

It is thought to be a truncation of the phrase trolling for suckers, itself derived from the fishing technique of slowly dragging a bait through water, known as trolling.

The word also evokes the trolls portrayed in Scandinavian folklore and children's tales as they are often creatures bent on mischief and wickedness.

The verb "troll" originates from Old French "troller", a hunting term. The noun "troll", however, is an unrelated Old Norse word for a giant or demon.

hildigunnur - 04/09/09 15:16 #

Ég hef alltaf litið þannig á (síðan á Usenet í gamla daga) að Trolling og Troll vísi í troll af báðum tegundum. Það er allavega það sem mér finnst skemmtilegast við þetta orð. Allt í fína að tala um tröll.

Matti - 04/09/09 15:32 #

Ég ætla ekki að banna fólki að tala um tröll :-)

En fólk verður að skilja merkingu á bak við þetta. Maður er ekki tröll þó maður sé harðorður eða jafnvel dónalegur. Maður er tröll þegar maður reynir að leysa umræðurnar upp í vitleysu.

Við sjáum það afar reglulega á Vantrú þegar fólk setur inn athugasemdir sem tengjast efni greinanna ekki á nokkurn hátt.

Varðandi veiðilíkinguna, þá er stundum talað um að "bíta á agnið" þegar fólk svarar trollum. Það tengist tröllum einmitt frekar lítið :-)

Nonni - 04/09/09 17:11 #

Varðandi veiðilíkinguna, þá er stundum talað um að "bíta á agnið" þegar fólk svarar trollum. Það tengist tröllum einmitt frekar lítið :-)

Það er nú ansi nykruð líking að tala um botnvörpu og beitu í sömu andrá :-P

Ég er samt sammála þér, þessi líking við tröll pirrar mig. ERlingar tala oft um "togara", skv. því sem ég hef lesið yfir öxlina á konunni minni. Mér finnst það voða skemmtilegt.

"Togari" er samt frekar notað um innleggið sjálft heldur en þann sem póstar innlegginu. Ég held að þeir sem pósta mörgum togurum, séu kallaðir "tröll".

hildigunnur - 04/09/09 20:00 #

Sammála að tröll/trollhugtakið er mjög misnotað. En maður getur nú bitið á agnið í ansi víðum skilningi :þ