Tók Bjarna Harðarson á þetta
Áðan sendi ég tölvupóst á rangan aðila. Ekki nóg með það, sá aðili vinnur hjá dagblaði.
Sem betur fer var ekkert krassandi í póstinum.
Ég kenni Outlook um. Þegar ég skrifa fornafn viðtakanda finnst mér lágmark að velja fyrst þann sem er á sama domaini/póstþjóni og ég, ekki einhvern sem vill svo til að er á þrjátíu manna fótboltapóstlista ásamt mér.
Nokkuð ljóst að ég á ekkert erindi á þing :-)
Kristján Atli - 21/08/09 18:02 #
Þarftu ekki að segja upp vinnunni þinni núna? Eða hætta í fótboltahópnum þínum? :-)
Ibba Sig. - 21/08/09 20:18 #
Sammála þér með Outlook. Ég er endalaust að senda póst sem á að fara á vinnufélga minn á ranga manneskju sem ber sama nafn.
Baldur Ragnarsson - 21/08/09 22:54 #
Best að gleyma fingrasetningunni og öllu því sem vélritunardaman kenndi manni í "den". Horfa á lyklaborðið, hamra, horfa á skjáinn, leiðrétta á lyklaborðinu, horfa á skjáinn, velja viðtakanda, horfa á skjáinn og ákveða; já eða nei...?!? Þegar vissa er komin, nota mús og smella á "send" (eða ekki; veltur á því hvað maður sér þegar maður lítur á skjáinn!) ;-)
Þórunn - 22/08/09 01:03 #
Mér finnst þetta nokkuð skondið - en jú þú átt greinilega ekkert erindi á þing :-)
Eggert - 22/08/09 14:46 #
Mér sýnist þú eiga fullt erindi á þing.
Þú kennir öðrum um mistökin, og biður engan hlutaðeigandi (opinberlega) afsökunar.