"Níðingar á Vantrú"
Séra Þórhallur Heimisson í athugasemd á blogginu sínu:
Við skulum ekki vera að þræta þetta hér vinur.
Allar upplýsingar um gerð Biblíunnar og sögu rita hennar má fá á biblían.is (ekki biblia.is sem níðingar á Vantrú nota til að hæðast að trú annarra). #
Hér er svo biblia.is
N.b. þetta er sami maður og sagði að fólk þyrfti að passa börnin sín fyrir vantrúarsinnum. Hann er dálítið dramatískur greyið. Á líka í vandræðum með að höndla raunveruleikann. Ég myndi kommenta en presturinn vill ekki tala við mig. Honum finnst ég skítugur.
Óli Gneisti - 20/08/09 16:41 #
Maðurinn er skínandi dæmi um gagnsemi guðfræðináms.
G - 20/08/09 16:45 #
Það er naumast að þú nennir að hanga yfir bloggi þessa vælukjóa.
Óli Gneisti - 20/08/09 16:47 #
Skemmtanagildi Þórhalls er eiginlega ótakmarkað.
Matti - 20/08/09 16:47 #
Ég var að fylgjast með rökræðum Þórhalls og Hjalta. Grein Þórhalls birtist á trú.is í morgun en var fjarlægð. Ég sá þá grein og vísaði á hana á spjallborði Vantrúar.
Ég hangi semsagt ekki yfir blogginu hans en játa að ég kíki stundum til að sjá nýjustu gullkornin.
"G", annað hvort rétt nafn eða rétt póstfang. Kommon.
Hjalti Rúnar Ómarsson - 20/08/09 18:18 #
Þetta er líka stórkostlegt:
Táknmynd síðunnar fer ykkur líka vel - krossfestur draugur - en það hljótið þið að telja ykkur vera, krossfesta drauga og níðinga.
:S
Birgir Baldursson - 20/08/09 18:24 #
Er þessi maður eitthvað tilfinningatruflaður?
Óli Gneisti - 20/08/09 18:38 #
Ég sem hélt að krossfestur draugur væri táknmynd kristinnar kirkju.
G - 20/08/09 19:34 #
Nei ekki séns ég setji hér inn rétt nafn. Þá koma Vantrúar-hrottarnir heim til mín með hafnarboltakylfurnar. En annars bara gott hjá ykkur að hanga yfir vælinu í vælukjóanum. Amen.
Óli Gneisti - 20/08/09 23:22 #
Þórhallur snillingur að vanda:
Það eru ær og kýr Vantrúargeimveranna (eruð þið annars ekki geimverur sbr tákn ykkar?)
Hjalti svarar mjög faglega:
Ert þú þá kross? Eru sjálfstæðismenn fuglar?
Óli Gneisti - 20/08/09 23:33 #
Þórhallur þykist nú vita hitt og þetta um táknfræði.
Matti - 21/08/09 08:39 #
Áfram heldur Þórhallur:
Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.
Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.
Er hann ekki að ganga dálítið langt?
Guðsteinn Haukur - 21/08/09 13:34 #
Eruð þið hissa á að fá á ykkur gagnrýni vegna þessa geimverutákns ykkar? Þið sem teljið ykkur æðri en öll slík tákn, og afneitið öllu því sem viðkemur trú á nokkurn hátt, og þrátt fyrir það dettur ykkur í hug að búa til eigið merki?
Það er nefnilega til afar klikkað fólk eins og þið vel vitið, og vel hægt að setja samansem merki á milli ykkar merkis og söfnuðar eins og http://jcolavito.tripod.com/lostcivilizations/id6.html Ofangreint er grein eftir mann sem er sannfærður um að Jesús hafi verið geimvera. hehehehe ...
Þess vegna skýtur það skökku við að sjá ykkur nota merki, í raun hvaða merki sem er, í ykkar málflutningi. Margir af trúbræðrum mínum erum búinn að hlæja lengi af þessari merkjanotkun ykkar, þar á meðal ég, þar sem margir okkar vita um þá skrítnu söfnuði sem telja Jesú vera greimveru! ;)
En jæja, eitt eigum við þá sameiginlegt, við berjumst saman gegn vissum hindurvitnum (sameiginlega gegn sumu, en andstæðingar í öðru, sem gefur að skilja), og þakka ég sér í lagi Hjalta Rúnari fyrir veitta aðstoð í Zeitgeist umfjöllun minni.
Helgi Briem - 21/08/09 13:40 #
Að Jesú hafi verið geimvera, þó vitleysa sé, er amk milljón sinnum líklegra en að hann hafi verið holdgervingur skapara alheimsins eins og þið haldið.
Hvað var þetta með flísina og bjálkann?
Annars er hann Erik geimvera nú ekki mjög sýnilegur lengur á vef Vantrúar og er ekki lengur opinbert tákn félagsins vegna þess m.a. að hann ýtir undir þann misskilning að við trúum á geimverur.
Sennilegt er að lífverur af ýmsu tagi séu til í gríðarstórum alheiminum en að þær komi reglulega til jarðar til að nema á brott rauðhnakka og pota í rassinn á þeim er jafn mikil fantasía og draugasögurnar um Jesú og gvuð.
Björn Ómarsson - 21/08/09 14:52 #
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Þetta er ljótt. Ég verð að viðurkenna, ég hálf-vorkenni Þórhalli. Ég held að sá sem láti þvílíka fordóma útúr sér hljóti að vera á mjög slæmum stað í lífinu...
Ásgeir - 21/08/09 15:05 #
Þetta merki var nú alltaf hugsað sem djók, það er gott að einhver hefur getað hlegið að því.