Aquilani
Alberto Aquilani er á leiðinni til Liverpool. Hann er enginn Alonso, en hver veit. Vonandi verður hann öflugur. Eflaust hreyfanlegri en Alonso, skorar fleiri mörk en ekki með sömu sendingargetu. Það væri ágætt að fá fleiri mörk utan af velli á móti liðum sem pakka í vörn.
Fyrst þarf hann þó að komast í gegnum læknisskoðun en hann hefur víst átt við þónokkur meiðsli að stríða undanfarin ár.
Athugasemdir
Jói Innherji - 05/08/09 16:27 #
Bull og ... elsku vinur. Er með enn betri sendingar og hugmyndaríkari, og það sem meira er ... þær rata yfirleitt á samherja! :-)
torfi - 05/08/09 23:13 #
ekki síðri sendingamaður en Alonso jafnvel betri. Mjög líkur Pirlo hjá Milan. Góð viðskipti hjá Liverpool að selja 29 ára leikmann á 30 millj. punda og kaupa 25 ára leikmann af svipaðri getu á ca. 20 millj. punda.