Örvitinn

Bit?

Væntanlega var ég bitinn í báða kálfa rétt fyrir ofan sokka nýlega. Klæjar alveg óskaplega af og til. Hef enga sjálfstjórn og klóra mér því reglulega. Held að það eina sem virkar á þetta sé bjór.

bit

heilsa
Athugasemdir

Matti - 31/07/09 17:16 #

Ég var einmitt að hugsa það sama. Mundir eftir því af listanum.

Birgir Baldursson - 31/07/09 18:12 #

Sakar varla að prófa, hvort sem útkoman verður plasíbó eður ei.

Annars minnir mig að varnaðarorð á brúsanum ráði mönnum frá því að láta þetta komast í snertingu við húðina.

Matti - 31/07/09 20:59 #

Er það? Ég hélt þetta væri frekar meinlaust efni. Ég er ekki með brúsann nálægt mér. Prófa bjórlausnina fyrst.

hildigunnur - 31/07/09 22:59 #

Prófaðu Pensím, það virkar mjög vel á moskítóbit allavega. Svo var ég að heyra að kók virki - gerir allavega ekkert til að prófa...

Kata - 31/07/09 23:29 #

Hef líka heyrt að edik virki, spurning um að setja edik á bitið og drekka bjórinn, góð blanda :)

Sindri Guðjónsson - 01/08/09 17:53 #

Jæja, bara kominn með geirvörtur á fæturna? Evolution?

Haukur - 01/08/09 18:57 #

Sástu prestinn í Fréttablaðinu í dag, messandi við styttu af Þorsteini Erlingssyni?

Matti - 01/08/09 19:59 #

Nei, hef ekki séð Fréttablaðið.

Kalli - 01/08/09 21:21 #

Mikið er ég ánægður að moskítóflugur virðast engan áhuga hafa á að bíta mig. Konan og hundurinn eru sundurbitin eftir einnar nætur útilegu og sér ekki á mér.

Ég fíla mig eins og karakter úr Heroes.

Helgi Briem - 05/08/09 15:34 #

Ekki nota WD40 á húðina. Það leysir upp húðfitu og frumuhimnur og ef það nær að liggja á smástund veldur það sári, úbrotum og kláða.

Matti - 05/08/09 15:37 #

Ég lét það eiga sig. Það var greinilega gáfulegt :-)