Örvitinn

Um karla sem hata konur

Fórum og sáum myndina í kvöld. Vorum bæði ánægð og teljum að Eiríkur Jónsson sé sennilega með athyglisbrest.

Gyða minntist á ýmislegt sem er öðruvísi í myndinni en bókinni en við vorum sammála um að myndin hefði gengið vel upp.

Í Morgunblaðinu saknaði einhver þess að það vær ekkert sænskt í myndinni svipað og sviðaátið í Mýrinni. Missti maðurinn alveg af kjötbollugerðinni?

kvikmyndir
Athugasemdir

Halldóra - 30/07/09 00:34 #

Kannski hefði moggamaðurinn fattað þetta ef Svíarnir hefðu talað um að þeir væru að búa til SÆNSKAR kjötbollur.

Matti - 30/07/09 00:53 #

Ég man a.m.k. ekki eftir því í fljótu bragði að hafa séð fólk búa til kjötbollur í bíómynd. Atriðið var væntanlega í myndinni til að tengja hana (enn betur) við Svíþjóð.