Óhróður um auðmenn
Auðmenn Íslands eru nær undantekningarlaust skíthælar. Útrásarvíkingarnir eru upp til hópa fávitar. Athafnamenn landsins eru afskaplega margir gjörsamlega siðlausir. Það er algjör undantekning að þetta hyski hafi auðgast á því að gera eitthvað gagnlegt eða búa til verðmæti. Þeir skilja eftir brunarústir. Auðinn fengu þeir með því að skuldsetja aðra. Þeir stálu því sem þeir þykjast eiga, sviku, blekktu, lugu og brutu jafnvel lög. Það skiptir ekki máli, þegar þú getur eytt hundruðum milljóna í að verja þig verður þú aldrei dæmdur.
Engu máli skiptir þó menn séu dæmdir fyrir brot á samkeppnislögum, hver tekur mark á slíku. Samkeppnislög voru bara að þvælast fyrir köppunum.
Siðblinda er ekki gáfa. Það er engin snilligáfa á bak við það að svíkja og pretta. Eitt það versta sem gerðist í góðærinu var að þessi fífl voru sett á stall, upphafin sem snillingar. Fábjánar sem seldu verðbréf þóttu nógu merkilegir til að fá hundrað milljónir á ári en hefðu alveg eins getað verið að selja áskrift að Gestgjafanum með fullri virðingu fyrir þeim sem vinna við það.
Nú flýja flestir skíthælarnir land svo þeir geti haldið áfram að vera ógeðslega ríkir, það dugar þeim ekki að vera bara moldríkir. Þetta hyski mun aldrei fórna krónu af sínu fé til að hjálpa þjóðinni upp úr skítnum sem þeir komu henni í. Þeir munu ekki einu sinni sjá ástæðu til þess, telja sjálfum sér trú um að þeir verðskuldi gullið sem þeir stálu. Halda að þeir hafi verðskuldað bónusana, arðinn og ofurlaunin þó ekkert sé á bak við þetta. Í besta falli voru þetta símasölumenn, í versta falli hreinir og klárir svikahrappar.
Þetta er ekki óhróður um auðmenn, þetta er sannleikur.
Sævar Helgi - 29/07/09 13:20 #
Heyr heyr. Maður vorkennir þessum ösnum ekki neitt þegar þeim finnst ráðist á sig. Getur íslenska þjóðin ekki farið í meiðyrðamál við þessa drullusokka vegna þess skaða sem þeir hafa valdið orðstír landsins?
Þórir Hrafn - 29/07/09 14:01 #
Núna þyrfti að hafa like takka eins og á facebook...
kannski maður skelli þessu bara þar inn, ef það er í lagi?
kv. ÞHG
Diddi - 29/07/09 14:30 #
Vá, eins og talað út úr mínu hjarta.
Besti pistill um bankahrunið sem ég hef lesið hingað til.
Jóhann - 29/07/09 18:16 #
Mér líkar það þegar fólk talar mannamál.
Færð fjórar og hálfa stjörnu, af fimm mögulegum.
Matti - 30/07/09 00:55 #
Þetta eru nú samt bara rakalausar dylgjur þegar þið spáið í því. Afar sennilega sannar vegna þess að ég passa mig á því að alhæfa ekki.
Óskaplega finnst mér gaman að því að fylgjast með sumum þeirra bera af sér sakir þessa dagana. Það er allt svo sérhæft. "Ég millifærði ekki hundrað milljónir gegnum Straum" segir einn. Svona svipað og neita því að hafa drepið mann með tilteknum hníf í stað þess að neita því bara að hafa drepið hann.
Ég trúi engu sem þessir menn segja.