Rúntað
Ég og stelpurnar komum í bæinn í dag. Kolla átti tíma hjá tannlækni klukkan þrjú. Engar skemmdir, bara verið að fylla upp í skorur í endajöxlum.
Þegar ég var að ganga frá bústaðnum og ætlaði að lækka í heita pottinum voru villuboð á skjánum. Ég hafði ekki tíma til að vesenast í því þannig að ég skutlaðist aftur í Borgarfjörð í kvöld. Við létum nefnilega gera við pottinn fyrir helgi (skipt um dælu og óson tæki) og ég vildi vera viss um að allt væri í lagi. Komst að því að það þurfti bara að skipta um aðra sýjuna þrátt fyrir að hún hafi verið ný, einhver drulla hefur safnast fyrir. Ég stoppaði því í um 15 mínútur í bústað áður en ég ók aftur í bæinn.
Ég asnaðist til að kaupa mér kúlusukk á leiðinni uppeftir og át yfir mig af því. Sleppti því kvöldmat á bakaleiðinni.