Örvitinn

Fartölvuviftuvesen - Elkó stendur sig

Fyrir svona tíu dögum fór að heyrast aukahljóð í örgjörvaviftunni á nýju ferðatölvunni, surg sem kom af og til og benti til að viftan væri laus eða skökk.

Ég fór með vélina í Elkó á fimmtudag, þau hlustuðu vélina, heyrðu surgið og buðu mér nýja vél í staðin. Ég fór heim og tók afrit af öllu, henti öllum forritum sem ég hafði sett inn og mínum gögnum af vélinni. Sótti nýja vél í morgun en svo óheppilega vildi til að það var einnig aukahljóð í viftunni á henni, reyndar af öðrum toga. Fór í aftur og fékk nýja vél. Í henni er ekkert aukahljóð. Nú er ég að dunda mér við að segja upp allan hugbúnað á ný.

Elkó fær hrós fyrir að afgreiða málið án vandræða í tvígang. Eflaust skiptir miklu máli að vélin var ekki orðin 30 daga gömul og skilaréttur því enn í gildi. Ég hefði orðið afskaplega svekktur ef ég hefði þurft að bíða í eina eða tvær vikur meðan vélin væri í viðgerð.

Ég vona að það verði ekki vandamál með viftuna í þessari vél en það er vissulega ekki traustvekjandi að hafa þurft að skila tveimur.

Auk þess að setja upp allan hugbúnað aftur þarf ég að dunda mér við að rífa af límmiðana. Ég þoli ekki límmiða á raftækjum. Hverjum er ekki sama þó vista sé á vélinni, amd gjörvi, sjákort frá ati, mediasmart hugbúnaður frá hp auk þess að vélin hafi orkustjörnu (fimm límmiðar!). Svo er bölvað vesen að ná líminu af.

hrós tölvuvesen