Sjálfsritskoðun
Ég hætti við að birta tvær pólitískar bloggfærslur. Nenni ekki að standa í þessu rugli. Fólk vill hávaða og pepp, ekki athugasemdir og spurningar. Gagnrýnin hugsun og umræða hentar ekki við þessar aðstæður.
Erlendur - 15/06/09 16:18 #
Það er leitt, það er ólíkt skemmtilegra að lesa svoleiðis efni um pólitík heldur en það sem maður sér dags daglega.
Ásgeir - 15/06/09 18:52 #
Ert þú ekki Matti sem var formaður Vantrúar? Auðvitað hentar gagnrýnin hugsun og umræða við þessar aðstæður! Ef ekki núna, hvenær þá?
Birgir Baldursson - 15/06/09 19:54 #
Mér finnst eiginlega að manni með jafn skarpan og greinandi hug sé ekki siðferðilega stætt á því að þegja við þessar aðstæður. Þú hefur nú hingað til verið til í að taka slaginn við bæði hugsjónafólk og röflara. Hví ekki nú?
Ef við þurfum eitthvað nú, þá er það skýr hugsun og flugbeitt gagnrýni. Skítt með vesenið.
Halldór E. - 15/06/09 21:24 #
Hvað þarf að gera til að fá þig til að hætta trúmálafærslum? :-)
Birgir Baldursson - 15/06/09 22:10 #
Halldór, þú vilt varla þagga niður gagnrýna umræðu um trúmál? Þið trúmenn eruð varla svo aumir.
Halldór E. - 16/06/09 00:15 #
Ég vona að menn hafi ekki misst af broskallinum í fyrri ummælum. En án gamans ég held að sjaldan hafi verið meiri þörf á kjaftæðisvakt á Íslandi en einmitt núna, og þá er ég ekki bara að tala um á sviði trúmála og hindurvitna.
Það er fremur leitt að Matti hyggist skorast undan því.