Örvitinn

Barn og hundur í bíl

Á leið í vinnu í morgun ók ég á tímabili á eftir bíl sem var með tveimur miðum í afturrúðunni. Á öðrum stóð dog in car og hin fræddi okkur um að það væri baby in car. Væntanlega er tilgangurinn sá að fá aðra ökumenn til að aka varlega nálægt þessum bíl.

Ætti ekki að vera nóg fyrir okkur að vita að ef bíll er á ferð eru sennilega manneskjur í bílnum? Lifandi manneskjur sem geta steindrepist eða stórslasast ef þú ert utan við þig eða ekur eins og fífl.

Karl Matthíasson skrifaði um daginn ágætan pistil um hugarfar í umferðinni sem tengist þessu.

dagbók vísanir
Athugasemdir

Stefán Pálsson - 11/06/09 12:02 #

Félag hjúkrunarfræðinga gerði bílalímmiða fyrir nokkrum árum og dreifði til félagsmanna sinna - á honum kom fram að það væri hjúkrunarfræðingur í bílnum og fólk því hvatt til að aka varlega þar sem það sé skortur á hjúkrunarfræðingum.

Mér fannst þetta nú bara dálítið sniðugur límmiði.

Matti - 11/06/09 12:30 #

Hmm, hvað með:

"Trúleysingi í bílnum"

Tja, gæti valdið því að vissir trúmenn gerðu í því að aka á mann.

Kannski væri þetta betra:

"Ökumaður trúir ekki á eftirlíf"

Bjarki - 11/06/09 15:13 #

"Ökumaður trúir ekki á eftirlíf"

Samkvæmt Mofa þá væri líf viðkomandi ökumanns án tilgangs og því ekki sjáanleg ástæða til að vernda það.