Örvitinn

Blöðrur, garðvinna og tölvuvesen

Ég var ekki búinn að stinga upp arfa í nema tæpan klukkutíma þegar ég var kominn með myndarlega blöðru í hægri lófa.

Enda er ég ekki með neitt sigg í lófum, vinn aldrei ærlegt verk heldur dunda mér alltaf í tölvu við eitthvað dútl.

Talandi um tölvur, nú gaf borðtölvan í sjónvarpsstofunni upp öndina. Ég held að aflgjafinn hafi gefið sig, það heyrist suð úr honum þegar tölvan er tengd við rafmagn.

Það var hvort eð er kominn tími á uppfærslu. Best ég reddi því á morgun svo stelpurnar geti spilað Sims þegar þær koma aftur.

dagbók
Athugasemdir

Daníel - 09/06/09 20:18 #

Too much porn?

Bragi - 09/06/09 22:56 #

Matti... er ekki sumar... Sims ? í alvörunni eigið þið ekki að vera úti að leika...

kv, Bragi heilsuráðgjafi.

Matti - 09/06/09 23:01 #

Sims 3 var að koma út og stelpurnar eru sjúkar í hann. Hafðu ekki áhyggjur, dæturnar eru sendar út að leika.