Örvitinn

Til sölu: Sigma 30mm 1.4 fyrir Nikon

Er að auglýsa þessa linsu á ljósmyndakeppni.is.

Mér liggur ekkert á að selja, get alveg hugsað mér að eiga linsuna áfram en langar að fá mér macro linsu í staðin. Hef ekki notað linsuna mikið eftir að ég uppfærði í D700 þó hún sé dálítið skemmtileg galopin á F/1.4 á full frame vél.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Kalli - 31/05/09 00:35 #

Hvað á að fá sér í staðinn?

Ég er með þessa á D40 og myndi ekki skipta á neinu fyrir hana þótt ég noti hana nánast bara á tónleikum og fyrir önnur myrkraverk eftir að eignast forláta Nikkor Auto-N 24mm f/2.8. Fyrir heilar 47,50 evrur :)

Þú smellir þér bara á Nikon 28mm f/1.4, eða hvað? :D

Matti - 31/05/09 00:37 #

Nei, ég er nú eiginlega bara að fórna 1.4 linsu í þessu tilviki, nota þá bara 50 1.8 í staðin (og iso 6400 ;-) )

Langar bara að leika mér að macro myndatöku og tími ekki að eyða (miklum) peningum í það. Er því að skoða hvort ég geti fengið eitthvað fyrir þessa. Er jafnvel að spá hvort ég geti skipt henni í Fótoval fyrir notaða Sigma 70mm eða 105mm macro linsu. Þær eru á svipuðu verði og þessi nýjar út úr búð.

Matti - 02/06/09 13:19 #

Þar sem Fótoval tekur ekki notað upp í notað ákvað ég að auglýsa aftur. Ef ekki gengur að selja verð ég bara að fresta macro pælingum :-)