Tíundi maðurinn
Í innibolta eru áttundi og tíundi maðurinn vinsælastir. Vinsældir níunda manns fara eftir því hvort sá tíundi mæti. Þegar tíundi maðurinn mætir ekki þrátt fyrir að hafa boðað komu sína er það ekki ávísun á miklar vinsældir.
Við vorum níu í inniboltanum í dag.
Annars notar enginn ávísun hvort sem er og sú líking því dálítið úrelt. Spurning um að tala um innistæðu í staðin.
Davíð Guðmundsson - 29/05/09 13:21 #
Við félagarnir notum þjónustu hjá Símanum sem kallast Boði. Hringir sjálfvirkt í menn og biður um staðfestingu þannig að hægt er að redda manni ef forföll eru.
Matti - 29/05/09 13:57 #
Boði er ansi sniðug þjónusta. Við notuðum hana dálítið í utandeildinn á sínum tíma.
Annars kannast ég ágætlega við Boða, fyrirtækið sem ég vinn hjá þróaði hann og rekur fyrir Símann :-)
Vandamálið í dag var að tíundi maðurinn boðaði sig en mætti ekki. Við erum búnir að skammast í honum.
Kristján Atli - 29/05/09 15:18 #
Hef ekki heyrt um Boða áður, mikið held ég að það gæti bylt fótboltanum hjá mér þar sem ég er allajafna annar af tveimur sem reyna að sjá um að hringja í hina og halda utan um það hverjir mæta og hverjir ekki.
En já, að mínu mati ættu menn sem boða sig í bolta og mæta svo ekki að leyfa hinum að sparka bolta í rassinn á sér í næsta tíma þar á eftir. Þeir eru leiðinlegastir.
hildigunnur - 29/05/09 17:40 #
Eðlisávísanir eru enn í gildi - þó ansi margur hafi ekki tekið mark á sinni síðustu ár...