Um rökræður
Stundum finnst mér fólk misskilja eðli rökræðna eða bara samræðna. Virðist halda að nóg sé að endurtaka fyrri fullyrðingar þegar beðið er um rök eða útskýringar. Það sé ekkert nema þrjóska sem komi í veg fyrir að fólk taki undir með þeim.
Það er allt í lagi að fólk sé ósammála. Æskilegast er þó að það sé tilbúið að hlusta á öndverðar skoðanir og gera tilraunir til að hrekja þær málefnalega. Allt annað en endurtekningar.