Örvitinn

Niðjar Ásu

Áslaug ásamt börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Það vantar Stefán Ásmundsson á myndina, hann er í Brussel.

asa_nidjar.jpg

Eitt það mikilvægasta sem maður gerir við hópmyndatöku er að reka aðra ljósmyndara í burtu því annars horfir fólk í allar áttir eins og í þessu tilviki.

fjölskyldan
Athugasemdir

Arnold - 09/05/09 23:25 #

Hvað ég þekki þetta vandamál. Maður er kannski að reyna að ná hópmynd t.d. í brúðkaupi og svo er skari allt í kring með IXUS vélarnar smellandi af og ekki nokkur leið að fá athygli þeirra sem maður er að mynda. Stundum er meira að segja erfitt fyrir eina ljósmyndarann sem var ráðinn í verkið að komast að. Þetta verða stundum hálfgerðar papparazzi tökur :)

Matti - 09/05/09 23:29 #

Ég þarf að læra að temja mér tvennt við hópmyndatöku. Í fyrsta lagi þarf ég að ná athygli allra. Auk þess þarf ég að fylgjast vel með því sem fólk er að gera, hvort einhver að glápa út í loftið eða éta konfektmola.

Næ kannski tökum á þessu einhvern daginn. Geri svosem ekki mikið af því að taka hópmyndir.

Lissy - 09/05/09 23:37 #

Funny, when I see a picture like this, I do not always think there are other photographers there. I usually just assume there is some other distraction, could be anything. I remember when I got married last time, I could see the caterers setting up the food over my fiance's shoulder, and was terribly distracted by what they were doing.

Arnold - 10/05/09 00:13 #

annað vandamál er að það eru alltaf einhverjir í hópnum að tala sem truflar líka. Verið að sussa á börnin o.s.frv.. Því verður viðkomandi ómögulegur til munnsins á flestum myndunum. Þetta eru erfiðar tökur :)

Stebbi - 10/05/09 13:58 #

Gæti ég fengið þig til að prenta út myndina sem er fyrst í þessari seríu (þar sem Guðrún Sif horfir glottandi í myndavélina) og láta mömmu taka hana með sér þegar hún kemur í heimsókn til mín seinna í vikunni.

Matti - 10/05/09 15:23 #

Ég skal redda því.

pallih - 11/05/09 00:31 #

Mér finnst það nú gefa þessari mynd fínan karakter að sumir horfa eitthvað annað en í linsuna.