Kirkjumálaráðuneyti
Er ekki tilvalið að leggja það niður?
Kristján Hrannar - 26/04/09 22:33 #
Það hefur enginn talað um Þjóðkirkjuna sem part af niðurskurðinum hingað til. Ég veit að þeir milljarðar eru kannski ekki stórt hlutfall af heildarniðurskurðinum, en þetta er svo mikið "easy money" að mér finnst það skrýtið.
Haukur - 27/04/09 08:32 #
Ég hef nú aldrei skilið fullkomlega hvernig þetta virkar - en gerist ekki einhver niðurskurður til trúfélaga sjálfkrafa þegar tekjuskatturinn dregst saman? "Sóknargjöldin 2009 lækka um 2% frá fyrra ári", segir Þjóðkirkjan.
Bjarki - 27/04/09 09:09 #
Af síðunni sem Haukur vísar til:
"Sóknargjöldin 2009 lækka um 2% frá fyrra ári en hefðu átt að hækka um 12% samkvæmt lögum um sóknargjöld..."
Þetta þykir mér spes og það væri fróðlegt að vita hvað þetta þýðir. Átti kirkjan "rétt" á hærri sóknargjöldum samkvæmt lögunum en samdi um að taka á sig lækkun eða hvað gerðist eiginlega? Lögin um sóknargjöld eru þannig orðuð að það er alltaf talað um hækkun sóknargjalda í samræmi við tekjuskattstofn en ekki breytingu. Samkvæmt þessu hlýtur að vera ólöglegt að lækka sóknargjöldin milli ára þó að meðaltekjuskattstofn dragist saman. Það er jú svo ósanngjarnt að ætlast til þess að kirkjan sýni aðhald þó að það kreppi að hjá öllum öðrum.
Gurrí - 27/04/09 14:48 #
Góð hugmynd þó fyrr hefði verið!