Skólaskutl
Ég skutlaði stelpunum í skólann í morgun. Þegar ég hleypti þeim út við Ölduselsskóla kom í ljós að Inga María hafði skilið skólatöskuna eftir heima.
Ég hafði minnt þær á pollagallana þannig að þeir voru með. Ég minnti Kollu á gemsann (hún fer í ballet í dag) þannig að hann fór með.
En ég gleymdi að minna Ingu Maríu á að taka skólatöskuna og tók ekki eftir því að hana vantaði þegar við röltum í bílinn.
Þannig að ég tók smá aukarúnt og passaði mig á að tuða ekki of mikið enda sökin að hluta mín.
Sirrý - 22/04/09 15:50 #
Já kannski er sökin að hluta til þín að hafa vanið barnið á að vera að minna hana á töskuna :) En 7 ára skvísa á nú alveg að geta munað þetta sjálf. Hér muna allir nema mamman eftir sínu dóti. Sundföt og íþróttaföt og meira að segja oftast nesti.
En þú sagt góður að tuða ekki mikið hrædd um að ég hefði ekki verið svona þolinmóð hehe.
Kristín í París - 22/04/09 19:22 #
Ég reyni og reyni að ala börnin mín upp í að muna sjálf. Það virðist vonlaus barátta hingað til og því ásaka ég langoftast sjálfa mig fyrir svona klúður en ég tuða samt þeim mun hærra...
hildigunnur - 22/04/09 21:43 #
hehe, ég þarf aldrei (og hef aldrei þurft) að minna stelpurnar á nokkurn hlut en stráksi myndi gleyma hausnum á sér heima ef ég færi ekki yfir tékklistann áður en hann fer í skólann...