Sumardekk
Nagladekkin fóru af í dag, ný sumardekk komin undir í staðin. Diddi reddaði dekkjum á fínu verði og sá um allt fyrir mig. Gott að geta úthýst þessu.
Helgi Briem - 16/04/09 10:55 #
Ja, ég notaði sömu heilsársdekkin í 3-4 ár og keypti svo önnur í fyrrahaust. Hvað sparaði ég? Nagladekkjaumgang og 6 skiptingar amk? Hvað er það? 100 þús kall?
Að maður tali nú ekki um malbiksskemmdirnar og svifryksmengunina.
Heilsársdekk eru málið.
Matti - 16/04/09 11:01 #
Ég ætla að nota þessa nagladekk (sem fylgdu bílnum) eins lengi og þau duga. Reyndar eru nýju dekkin með grófu munstri þannig að það er ekkert víst að ég skipti - nema kannski bara til að spara sumardekkin.
Er með dekkin á sitthvorum felgunum þannig að skiptingar kosta ekki mikið.
Aftur á móti entust þessi sumardekk ekkert rosalega lengi, held það tengist felgunum.