Heiðmörk, Hagkaup og ferðatölva
Kíktum í Heiðmörk í dag, röltum í klukkutíma. Tja, röltum og sátum á bekk í klukkutíma. Milt og fínt veður. Fáir á ferli.
Ég tók slatta af myndum sem ég er að dunda mér við að setja inn.
Versluðum í Hagkaup. Lambakjöt á grillið sem verður í kvöldmatinn, fullt af kryddjurtum og meðlæti með matnum annað kvöld. Nautakjötið var ég búinn að kaupa. Ætla að fremja helgispjöll, skera nautalund í bita og elda ítalska kássu með kartöflum.
Ferðavélin mín er í tómu rugli, diskurinn að deyja. Þurfti að ræða með geisladisk og "laga" (chkdsk /r) harða diskinn enn og aftur í morgun. Skjárinn er líka að gefa sig.
Ég ætla að fara að kaupa nýja ferðatölvu bráðlega. Þokkalega öfluga, með góðum skjá og lyklaborði og síðasta en ekki síst, hljóðláta. Viftan í gömlu druslunni er að gera mig brjálaðan.
Arnold - 09/04/09 18:08 #
Má spyrja hvaða tegund af ferðavél þú ert með og hvaða tegund þú ætlar að fá þér?
Matti - 09/04/09 18:12 #
Er með Mitac ferðavél sem ég keypti hjá Hugver árið 2004. Þá var ég að spara og keypti það sem mér þótti hagkvæmasti pakkinn. Vélin hefur svosem dugað ágætlega.
Er ekki búinn að ákveða hvað ég kaupi næst. Það verður þó PC vél (ekki makki). Eitthvað traust merki og ekki ódýrasta vélin sem er i boði. Mun skoða þetta betur á næstunni.