Örvitinn

Klikk klikk klikk

Í frábærum Sout Park þætti um Mormóna er stefið "dumb dumb dumb dumb dumb" sungið þegar Joseph Smith segir frá kolklikkuðum kenningum sínum.

Stundum þegar ég les heimskulegar samsæriskenningar á (mogga)bloggum raula ég "klikk klikk klikk klikk klikk" við sama stef. Sem er dálítið klikk.

dylgjublogg
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 07/04/09 16:12 #

Að lesa dylgjubloggin eru gestaþraut dagsins hjá mér. Spá í um hvað/hvern Matti er að tala um.

Matti - 07/04/09 16:30 #

Tékkaðu á nýlegum samsæriskenningum á blogggáttinni. Sérstaklega þar sem höfuðpaurinn tengist mér með einhverjum hætti. "Klikk klikk klikk"

Örn - 08/04/09 11:39 #

Kæri Matthías.

Ég kem hér stundum inn og les þín skrif. Má ég vinsamlegast biðja þig um að birta ekki hlekki á síður eins og þessa endurholdgunarsíðu, sem þú gerðir í síðustu færslu. Ég bið þig sem mannvinur og Liverpool stuðningsmaður (sérstaklega í dag). Þetta er nefnilega verra en klikk og því miður ýtti ég á hlekkinn með músinni.

"Það kann ekki góðri karmískri lukku að stýra að láta fólk eins og Steingrím J hugsa fyrir sig."

I rest my case.

Matti - 08/04/09 11:41 #

Ég biðst afsökunar. Ætti að halda mig við dylgjustílinn :-)