Örvitinn

Herðubreið að svindla á gáttinni?

Herðubreið á blogggáttinniHvernig stendur á því að Herðubreið er svona ofarlega á blogggáttinni. Það er ekki í nokkru samræmi við tíðni greina hjá þeim og mér þykir ósennilegt (en ekki útilokað) að vefurinn sé svona vinsæll, a.m.k. borið saman við önnur vefrit. Varla dugar að vísa á Egil Helgason í fyrirsögn (ég verð að prófa það oftar).

Þessar vinsældir komu allt í einu. Man ekki til þess að síðan hafi verið ofarlega á lista fyrr en i síðustu viku þegar Herðubreið var allt í einu komin í þriðja sæti á eftir Jónasi og Agli sem skrifa margar færslur á dag. Jakobína er ofarlega vegna þess að hún skrifar að meðaltali tuttugu færslur á hverjum degi og Eiríkur Jónsson spammar Séð og heyrt auglýsingum, aðrir eru misduglegir.

Eru Herðubreiðarmenn að dunda sér við að refresha gegnum gáttina til að komast ofarlega á lista? Ef svo, finnst mér það lélegt. Menn eiga bara að hamast við að skrifa innihaldslausar bloggfærslur (spam) eins og við hin!

(annars er traffíkin í gegnum blogggáttina ekkert rosaleg, þannig að það þarf kannski ekki mikið til)

vefmál
Athugasemdir

Matti - 06/04/09 15:47 #

Ákveðin kaldhæðni í því að við þessa færslu hoppaði ég upp fyrir Herðubreið í þriðja sæti á blogggáttinni. Það var ekki ætlunin, er afleiðing þess að þetta er fjórða bloggfærsla dagsins.

Henrý Þór - 06/04/09 16:13 #

Gáttin er skondin. Það er afskaplega lítil traffík gegnum hana virðist vera þó maður eigi það nú til að vera meðal 25 efstu gegnum vikuna. Ég svosem ekki virkasti aðilinn, ein færsla á dag á miðnætti þegar allt gott fólk er löngu sofnað.

Hef hinsvegar einhverju sinni séð nafnið mitt í 24./25. sæti kl átta á sunnudagskvöldi, smellt einusinni til að prufa og farið upp um heilt sæti, með einum smell!

Spurning hversu stór hluti hinna 13þús notenda sem leggja leið sína á jonas.is koma frá gáttinni?

Matti - 06/04/09 16:24 #

Ég fæ að meðaltali um 120 heimsóknir á dag frá gáttinni. Tímasetning skiptir máli, ef þú skrifar í kringum miðnætti ertu kominn neðarlega á lista þegar flestir eru farnir á fætur.

120 innlit (ég veit ekki hve margir einstaklingar eru á bak við það, kannski helmingur) er kannski ekki mjög mikið en gáttin er þó sá aðili sem er með flestar vísanir á mig að jafnaði. Ef Egill Helga eða b2 vísa á síðuna er það ávísun á 1-5 þúsund heimsóknir.

Óli Gneisti - 06/04/09 16:34 #

Tímasetning skiptir öllu. Ef maður nennir því getur maður alveg kortlagt það hvenær er best að setja inn færslur.

Henrý Þór - 06/04/09 16:34 #

Reyndar var ég um tíma að posta skrípó kl. 9 að morgni. En svo vegna tæknilegra atriða færði ég það aftur að miðnætti. Og við það jókst innlitafjöldinn. Ég er sennilega meira aðgreindur þarna niðri við greinarskilin ;) Top secret trix.

Annars hef ég verið að fá svona 80-100 innlit frá gáttinni per dag. Meira þegar það eru controversial efni, sem gefur til kynna að fólk sé að senda vinum sínum blogg.gattin.is hlekki.

Ekkert frá Agli Helga lengur, þar sem hann er í jihad við Pressuna og alla sem á hana skrifa. Ef þú setur hlekk á skrípó eftir mig í athugasemd hjá honum, þá er henni eytt. Hann staðfesti það við mig í tölvupósti :)

Matti - 06/04/09 16:38 #

En tímasetningin dugar varla til útskýra þessar vinsældir Herðubreiðar :-)

Berum t.d. saman Herðubreið og Baggalút. Ég tel litlar líkur á að Baggalútur fái minni traffík.

Henrý Þór - 06/04/09 16:50 #

Ræðst kannski af sérstökum smekk gáttarlesenda. Mengið sem hrífst af Herðurbreið annarsvegar og Baggalúti hinsvegar skarist lítið?

Matti - 06/04/09 18:15 #

Ég hrökk uppfyrir Egil Helgason í smá tíma en því var reddað. Færsla hans frá því í gærkvöldi, þar sem hann tilkynnir páskafrí, hrökk aftur efst á gáttina! Var semsagt endurbirt eða uppfærð í rss skrá. Þetta gerist líka af og til hjá Jónasi. Trix sem ég þarf að temja mér.

Ég hallast enn að þeirri kenningu að Herðubreiðarmenn séu einfaldlega að svindla til að ýkja vinsældir sínar. Þar til annað kemur í ljós :-)

Þess má geta að ég skrifaði grillfærsluna fyrr í dag en ákvað að birta hana ekki fyrr en kl. sex svo ég væri ekki að spamma en líka til að hámarka nýtingu á gáttinni :-P

Hákon - 06/04/09 19:44 #

Matti: Svona af forvitni hvað ertu að fá margar einstakar heimsóknir (Visits) á dag og hve margar síður skoðaðar (Pageviews)?

Matti - 06/04/09 19:53 #

Uss Hákon, þetta eru viðkvæmar persónupplýsingar ;-)

Ég fæ að jafnaði 1100-1200 heimsóknir á dag, 4-6000 síður skoðaðar af 6-700 aðilum. Inni í þessu eru sennilega einhverjir bottar þó ég reyni að filtera það út í webalizer config skrá.

Þetta er nokkuð stöðugt en þó koma af og til toppar ef einhverjar víðlesnar síður vísa á eitthvað sem ég skrifa.

Vert er að taka fram að þó þessar tölur séu beint af server eru þær ekki 100% áreiðanlegar, niðurstöður geta víst verið rokkandi milli svona forrita sem greina server logga. Þær eru þó töluvert áreiðanlegri en veflausnir eins og google analytics.