Páskar eru dálítið klikkuð hátíð
Jesús Jósefsson, sonur Gvuðs (en samt Gvuð sjálfur), var drepinn (en samt ekki drepinn) á krossinum. Þrátt fyrir að vera sonur Gvuðs efaðist hann skyndilega nelgdur á staur og ákallaði föður sinni (í einni útgáfunni), hve klikkaður þarf maður að vera til að ákalla sjálfan sig í þriðju persónu? Reis svo upp (hann gat aldrei drepist, Gvuð er ekki dauðlegur) og laumaðist úr hellinum (í þremur mismunandi útgáfum*), ráfaði um lifandi dauður ásamt fullt af fólki (sem sagði engum frá) þar til hann loks reis upp til himna. Þessu fagna kristnir á páskum.
Það merkilega er að fólk sem trúir þessu í alvörunni er ekki vistað á stofnun heldur fær fjöldi fólks vinnu á stofnunum við að boða þetta rugl. Sturlaður leikskólaprestur reyndi að sannfæra dætur mínar og önnur börn á leikskólanum þeirra að páskaegg táknuðu hellinn þar sem lík Jesús var geymt og gatið aftan á egginu væri hellismuninn.
Við hin höldum vorhátíð og étum páskaegg algjörlega laus við samviskubit útaf gamalli sombísögu. Það eina sem skemmir fyrir er heilagleiki þeirra sem halda að við séum að missa af hinum eina sanna anda páskanna.
(mynd væntanlega frá http://www.idrewthis.org/, séð á reddit)
* Vantrú: Reis Jesús virkilega frá dauðum?
Valdís - 06/04/09 10:51 #
Hahaha!! Mér finnst þetta æðislegt með páskaeggin og hellinn! Var þá enginn hellismunni í gamladaga þegar eggin voru úr tveimur eins helmingum? Breyttu framleiðendur mótunum til að hellirinn hefði hellismunna svo Ésú kæmist út, frekar en til að það væri auðveldara að setja nammið inn? Alveg brilliant að búa til symbólisma í kringum eitthvað sem er kannski 20 ára gamalt.
Birgir Baldursson - 06/04/09 10:56 #
Af hverju er þá unginn ekki hafður inni í egginu svo hægt sé með táknrænum hætti að juða honum út um gatið?
Þegar ég hlustaði á prestana hjá Jónasi Jónassyni í gærmorgun tala um pálmasunnudaginn, flögraði oftar en einu sinni að mér sú hugmynd að þetta fólk sé sturlað. Hvernig getur nokkur heilvita maður haft þessa snarrugluðu heimsmynd?
Eggert - 06/04/09 11:13 #
Ég man þegar gatið kom á páskaeggin, þá gerði Spaugstofan grín að því að ýmislegt kynferðislegt væri hægt að gera við þetta gat (man einhver eftir neytendafrömuðnum Kristjáni Ólafssyni?) - ég sé núna að þar var bara venjulegt guðlast á ferðinni, notkun á egginu í kynferðislegum tilgangi er náttúrulega bara nauðgun á helgidómi kristninnar.
Matti - 06/04/09 11:21 #
Þetta páskaeggjadæmi er einmitt skemmtilegt dæmi um örvæntingu kristinna. Þeir eru að missa þessar hátíðir úr höndunum á sér og rembast við að endurheimta þær. Ég læt mér fátt um finnast. Væri reyndar til í að fá að færa eitthvað af þessum fjárans fimmtudagsfrídögum en það er önnur umræða.
Albert - 06/04/09 11:34 #
Eftir að ég sá Zeitgeist heimildamyndina hætti ég að trúa ekki á Biblíuna, sem er nú bara illa skrifað tíða- og dagatal. Nú trúi ég á egypska sólguðinn Horos og tilbið sólina með aðstoð húðkrema. Á páskunum mun ég kveikja á litla UV-ljósalampanum mínum eftir að ég kanna hellinn í páskaegginu. Svo að finna tóftavarnagleraugun til að blindast ekki af sólardýrkun.
Sindri Guðjónsson - 06/04/09 14:57 #
Albert, Zeitgeist er ekki góð mynd. Samanburður myndarinnar á Jesúsi og Hórusi eru byggðar á sandi (skáldskap nýaldar og spíritista nöttara fra 19. öld.)
Sindri Guðjónsson - 06/04/09 15:04 #
Skal gert! :-)