Örvitinn

Heilablóðfall Einars

Ég las færslu Einars um heilablóðfallið þegar hann setti hana á bloggið. Átti erfitt með að trúa því að þetta gæti gerst en samt er það svo. Ætlaði að kommenta en vissi ekki hvað ég átti að segja. Framhaldið er komið á vefinn. Ég get ekki annað en óskað honum góðs bata og vonað hið besta fyrir hans hönd.

Frásögnin af heilablóðfallinu sýnir hvað það er mikilvægt að fólk þekki einkennin. Ég hef séð auglýsingu um þetta á einhverri bresku stöðvanna þegar ég hef verið að horfa á fótbolta en man ekki í fljótu bragði eftir sambærilegri fræðslu hér á landi. Það getur skilið á milli feigs og ófeigs ef fólk fattar hvað er að gerast og kallar eftir aðstoð. Hætt er við því að sá sem fyrir þessu verður hugsi ekki rökrétt og fatti ekki hvað er í gangi.

heilsa
Athugasemdir

Matti - 01/04/09 14:05 #

Þessi færsla er næstum eins og minningargrein eftir StebbaFr!

Eggert - 01/04/09 14:46 #

Ja, eða einkar ósmekklegt aprílgabb.

Matti - 01/04/09 15:13 #

Þetta er nú ekkert sérlega aprílgabblegt.