Um nekt kvenna og vændi
Vændi og markaðssetning kvenmannslíkama, m.a. í nektarsýningum eru meðal þess sem er notað til að veikja stöðu kvenna í samfélögum víða um heim. Í dag átti að ræða á Alþingi brottnám undanþáguákvæðis í lögum um skemmtistaði, en þetta ákvæði hefur skapað rekstrarvettvang fyrir staði sem bjóða upp á nektarsýningar. Umræða fór ekki fram í dag. Fyrir þinginu liggur einnig lagabreytingartillaga um bann við kaupum á vændi. Þetta frumvarp situr enn fast í nefnd og algjörlega óljóst hvort það komist til umræðu, hvað þá að það verði afgreitt fyrir þinglok. Sumum þingmönnum þykir þetta víst ekkert tiltökumál, en rétt eins og við höfum sum áhyggjur af því að konur í Afganistan fái ekki um frjálst höfuð strokið, þá vona ég að meirihluti þingmanna telji það nauðsynlegt að skapa konum og körlum jafna stöðu í samfélaginu, til að bæði kynin fái notið þeirra jöfnu tækifæra sem við virðumst öll vera sammála um að þau eigi að njóta. #
Nú spyr ég eins og örviti: Er mikið um nektardans og vændi í Afganistan? Getur verið að það sé ákveðin fylgni milli kvenfrelsis og frjálsræðis í nektarmálum? Tengsl milli íhaldssemi og kvennakúgunar?
Ég veit ekki, en mér finnst ekki ganga upp að draga stöðu kvenna í Afganistan inn í þessa umræðu.
Kristín í París - 01/04/09 11:25 #
Ég skil nú alveg hvað Silja Bára er að hugsa með því að bera saman umhyggju fyrir kvenréttindum (eða kvenfrelsi) hér og þar.
Halli - 01/04/09 17:03 #
Þarna er rosalega langt seilst í samanburðinum, það er hálf sjokkerandi.
"... en rétt eins og við höfum sum áhyggjur af því að fangar í Guantanamo sæti illri meðferð, þá vona ég að meirihluti þingmanna telji það nauðsynlegt að skapa atvinnulausu fólki eðlileg lífsskilyrði í samfélaginu, til þess að allir fái notið lágmarks mannréttinda sem við virðumt öll sammála um að þeir eigi að njóta."