Örvitinn

Fyrsta reglan um teljarablogg

Ekki blogga um teljara nema þú skiljir teljara.

dylgjublogg
Athugasemdir

pallih - 23/03/09 13:41 #

Ég skellti uppúr

Eyja - 23/03/09 17:02 #

En má samt telja bloggara?

Kristján Atli - 23/03/09 22:08 #

Ég lýsi hér með yfir frati á þessi dylgjublogg Matti! Þú drepur mig úr forvitni á svona hálfs mánaðar fresti með þessum dylgjum.

Er hægt að biðja um útskýringu í tölvupósti, fyrst þetta má ekki fara í loftið? Lágmarkskurteisi ... :)

Már - 23/03/09 23:03 #

mér leiðast teljarablogg næstum jafn mikið og dylgjublogg. ;-)

Matti - 24/03/09 00:17 #

Kommon, auðvitað er ég að dylgja um Jónas, hvern annan? :-)

rss-ið hjá honum er í rugli eins og er þannig að ég get ekki vísað á færsluna. Best að afrita hana bara hingað.

Misvísandi vefsíðumælingar
Modernus er íslenzka vefsíðumælingin, mælir notendur, innlit og flettingar, notuð af fyrirtækjum, sem hafa ráð á því. Stóru fjölmiðlarnir kynna einkum flettingar og hafa gert þær að staðli, sem flestir nota. Sá galli er á, að skrautlegar síður með ljósmyndum, teikningum og auglýsingum mæla fleiri en eitt innlit eða eina flettingu í hverri síðu. Allt upp í tíu innlit eða flettingar á síðu. Þetta er svo sem í lagi, þegar stórir og skrautlegir miðlar á netinu eru bornir saman. En virkar of stórt í samanburði við einyrkja, sem eru bara með texta á sinni heimasíðu og ekkert skraut.

Modernus og aðrir vefteljarar telja ekki "hits", þ.e.a.s. allar fyrirspurnir á vefjón eins og þegar browser sækir myndir, auglýsingar og annað aukaefni á síðu. Eina leiðin til að sjá slíkt er að skoða server logga, sem teljarasíður hafa alls engan aðgang að.

Þetta:

Sá galli er á, að skrautlegar síður með ljósmyndum, teikningum og auglýsingum mæla fleiri en eitt innlit eða eina flettingu í hverri síðu.

...er semsagt bull.

Dylgjublogg eru nauðsynleg :-)