Mansal og nektardans
Hefur virkilega vantað löggjöf á Íslandi til að koma í veg fyrir að fólk sé flutt hingað nauðugt og haldið í þrælavinnu?
Hefur það verið löglegt hingað til? Hafa glæpagengi getað vísað lögreglu frá vegna þess að ekkert bannar þetta?
Snýst þetta kannski í rauninni um nektardans en ekki mansal? Er mansalið í raun yfirskin til að banna nektina og perraklámið?
(er hægt að vera með hærra hlutfall spurninga í bloggfærslu?
Matti - 18/03/09 14:08 #
Vændi er eitt og mansal annað. Ég hef fyrst og fremst heyrt talað um mansal í þessu samhengi.
Ég skil vel að löggjöf um bann við kaup á vændi sé sett til að koma í veg fyrir vændi (ef það er markmiðið), en ég sé ekki alveg þörfina á lagasetningu til að koma í veg fyrir mansal.
Finnst þetta dálítið eins og að setja löggjöf til að koma í veg fyrir að fólk sé myrt með hamri.
Magnús T - 18/03/09 20:07 #
Tja, það virðist ekki hægt að refsa mönnum fyrir viðurkennt margra ára samsæri um að stela frá þjóðinni (olíusamráðið) eða svo geðveikislega sjálftöku að þjóðin fer beinlínis á hausinn (bankahrunið), þannig að það er sennilega best að gefa sér sem minnst í þeim efnum hvað er bannað og refsivert og hvað ekki.
Kristján Hrannar - 18/03/09 23:47 #
Er þetta ekki vegna þess hve núverandi löggjöf er óskýr? Það hefur oft verið sýnt fram á tengsl vændis við mansal (mér finnst þetta svipað og tengsl "heimilisþræla" og þrælahalds) og að þetta sé upp á prinsippið að auki?
Sindri Guðjónsson - 19/03/09 09:22 #
Núverandi löggjöf er ekkert óskýr þegar kemur að mannsali. Það er bannað, og ekki einn einasti vafi eða óskýrleiki þar um.