Örvitinn

Úr sauđaleggnum

Fékk símtal frá lögreglunni. Ţađ er veriđ ađ dćma í innbrotsmálinu um ţessar mundir, var tekiđ fyrir í gćr. Ásta játar, Máni neitar ţrátt fyrir fingraför á glugganum sem var brotinn upp.

Lögreglumađur hringdi til ađ fá upplýsingar sem ég lét í té fyrir rúmu ári. Ţađ kom ţeim víst í opna skjöldu fyrir dómi ţegar Ásta reyndi ađ skýra fingraför Mána. Samt sem áđur eru ţetta upplýsingar sem ég hafđi komiđ til lögreglunnar á sínum tíma. Sem betur fer tók ég allt slíkt sama, nóterađi hjá mér í hvert skipti sem ég hafđi samband viđ lögreglu.

Ţađ er semsagt veriđ ađ dćma í innbrotsmálinu en ekkert hefur gerst í fjársvikamálinu. Lögreglumađurinn sem hafđi međ ţađ ađ gera er hćttur. Ţar var bara um ađ rćđa hundruđi ţúsunda, ekkert sem skiptir máli.

Ćtli ţađ sé ekki best ađ ég fari ađ ýta á eftir ţessu.

Ţess má geta ađ ég hef ekkert heyrt frá lögreglunni um gang málsins í rúmt ár.

dagbók
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 11/03/09 01:55 #

Ţetta er lenska hjá löggunni. Ef ţú leggur fram kćru útaf einhverju máttu bóka ađ bíđa í einhverja mánuđi, helst ţangađ til ţú gleymir ţví ţangađ til eitthvađ gerist.

Daníel - 11/03/09 13:17 #

Á Íslandi er venjulega nóg ađ neita nógu oft og lengi, ţá ákveđur Lögreglan ađ hún hafi ekki tíma eđa peninga til ađ standa í málinu. Ţađ eru ótrúlega mörg mál sem ađ ekki er dćmt í á Íslandi vegna ţess ađ ekki nćst ađ klára málin, eđa ţá ađ ţau eru einfaldlega látin deyja drottni sínum í kerfinu.

Matti - 11/03/09 13:21 #

Lögreglan hafđi öll sönnunargögn í fjársvikamálinu (og innbrotsmálinu) fyrir rúmu ári. Myndbandsupptökur af sakborningum kaupa ávísanahefti međ stolnu skilríki, umsókn ţeirra um kreditkort á annarra nafni, stolin skilríki í fórum vina ţeirra og svo framvegis.

Ţađ er satt ađ segja ótrúlegt ađ ekkert hafi gerst í ţeim hluta málsins.

Áfram verđur fjallađ um innbrotsmáliđ fyrir Hérađsdómi Reykjavíkur kl. 10:00 á morgun.