Sturlaðir bloggarar
Þegar einn allra sturlaðasti moggabloggarinn vitnar í annan álíka sturlaðan bloggara máli sínu til stuðnings, án nokkurra annarra raka, getur niðurstaðan aldrei orðið neitt annað en sturlun.
Sindri Guðjónsson - 07/03/09 17:42 #
???
Carlos - 07/03/09 23:03 #
Ég spurði hvort þessi bloggfærsla ætti við http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/821996/?
Matti - 07/03/09 23:21 #
Það sem ég sé í loggum er:
- Þú kíktir inn kl. 12:37
- Skrifaðir athugasemd kl: 12:40 [ [07/Mar/2009:12:40:04 +0000] "POST /cgi/mt-comments.cgi HTTP/1.1" 200 1876 ]
Notaðir þú "Skoða" möguleikann á síðunni?
Þegar þú "póstaðir" kl. 12:40 get ég ekki séð að þú hafir farið aftur á bloggfærsluna (það er engin slík beiðni í loggnum). Næst á eftir þessar POST línu er beiðni um favicon.ico [07/Mar/2009:12:40:05 +0000] "GET /favicon.ico] og svo gerist ekkert fyrr en nákvæmlega klukkutíma síðar [07/Mar/2009:13:40:33 +0000] "GET /2009/03/07/12.00/ HTTP/1.1" 200 16488]
- Mættir aftur 13:40, sást að athugasemd þín var ekki inni og skrifaðir þá næstu.
Þannig að ef ég ætti að giska út frá server logg, þá fórstu inn, byrjaðir að skrifa athugasemd, valdir "Skoða" en ekki "senda" og komst svo aftur klukkutíma seinna og furðaðir þig á af hverju athugasemdin væri horfin.
Carlos - 08/03/09 10:21 #
Fín skýrsluvinna, Matti. Ég hugsa að einfaldasta skýringin sé einmitt sú að ég hafi ýtt á skoða frekar en senda. Tímarnir standast alla vega. Tek aftur fyrstu athugasemd og biðst afsökunar á að hafa gert mín mistök að þínum.
Matti - 08/03/09 12:23 #
Þess má geta að Vilhjálmur Örn hleypti ekki seinni athugasemd minni í loftið, þar sem ég svaraði Carlos. þar sagðist ég vera sammmála Carlos og hefði einmitt lesið fyrri bókina sem hann vísar á. Spurði svo hvort almennir starfsmenn banka bæru ekki einnig einhverja ábyrgð. Benti á að Vilhjálmur er klikkaður og má ekki heyra nokkurn minnast á neitt sem tengist helförinni án þess að klína upp á hann gyðingahatri. Eða eitthvað í þá áttina, ég man ekki alveg hvernig athugasemdin var.
Vilhjálmur Örn vildi t.d. meina að ég hefði verið að gera lítið úr helförinni með þessum pistli á Vantrú. (sjá athugasemd hér)
Carlos - 09/03/09 17:21 #
Þið Vilhjálmur Örn eruð ágætir báðir tveir, eruð báðir viðkvæmir fyrir ákveðnum hugmyndafræðilegum falsnótum og bregðist báðir við á ákveðinni festu og notið til þess ákveðinn talanda. En gerir það ykkur klikkaða? Ekki frá mínum bæjardyrum séð. Nema það að vera fylginn sér sé klikkun.
Matti - 10/03/09 00:15 #
Vandamálið er að það skiptir ekki máli hvort maður notar gadda eða hunang. Þegar maður gagnrýnir ríkjandi ástand er maður umsvifalaust orðinn öfgamaður. Hver man t.d. ekki eftir "hatrömmu" samtökunum Siðmennt :-)
Það er ákveðin mýta að áður en Vantrú hafi byrjað að tjá sig ákveðið um trúmál (með göddum) hafi ekki verið neinir öfgamenn í þeirri umræðu hér á landi. Raunin er að áður en öfgamennirnir í Vantrú fóru að tjá sig voru aðrir sem fengu öfgastimpilinn þó tjáning þeirra væri fáránlega hógvær.
Ég hef notað allar aðferðir, fæ alltaf sömu viðbrögð. Held því bara áfram að nota þær allar eftir því hvernig viðrar :-)