Örvitinn

Kúmen er ekki múskat

Alveg er það dæmigert að uppgötva við eldamennsku að múskatið sem ég keypti um daginn var kúmen. Sem betur fer er stutt í næstu verslun.

Erum að elda cannelloni með spínat, beikon og sveppum. Höfum ekki eldað það í afskaplega langan tíma.

Ætla að skella myndskreyttri uppskrift á vefinn bráðlega.

dagbók
Athugasemdir

Nanna - 06/03/09 20:21 #

Næst skaltu kaupa heilar múskathnetur (og lítið rifjárn ef þú átt það ekki). Miklu, miklu betra og engin hætta að ruglast á því og kúmeni.

Var þetta annars kúmen en ekki kummin (cumin)?

Matti - 06/03/09 20:25 #

Ég var einmitt að ræða við Gyðu um múskathnetur. Hef oft heyrt að það sé svo gott með ostasósu en aldrei prófað. Ég gáði reyndar eftir hnetunum bæði í Hagkaup og Þín verslun en fann ekki.