Rólegheit
Kvöldið verður rólegt, sem betur fer.
Kvenfélagsfundur í gærkvöldi, ákaflega hressandi. Eiki mættur í bæinn og sagði sögur úr sveitinni. Borðuðum mat frá Austurlandahraðlestinni. Pöntuðum tvo sterka rétti, sem var einmitt afar hressandi.
Dagurinn hófst svo í kirkjunni. Tónleikar hjá tónlistarskólanum sem Kolla er í. Ég mætti á hádegi, sleppti fyrsta klukkutímanum sem stelpurnar fóru á. Skellti í pestó og hummus hér heima og rölti í kirkjuna.
Héldum svo í þrítugsafmæli Jónu Dóru systur minnar. Reyndar fórum við fyrst á vitlausan stað þar sem okkur hafði verið sagt að afmælið yrði hjá foreldrum okkar. Þau vilja meina að við höfum verið viðstödd þegar rætt var um að breyta staðsetningu en við könnumst ekki við það.
Síðar um daginn fórum við svo í 25 ára afmæli Maríu.
Ég hafði því hvorki tíma til að glápa á fótboltaleik (sem betur fer) né fara í laugardagsboltann (því miður).
Hér er því frekar lúið fólk sem ætlar að gera mest lítið. Gyða fer svo að vinna á morgun, ég þarf að finna mér eitthvað til dundurs með stelpunum. Er að spá í að kíkja í bæjarferð og skoða einhverjar sýningar, t.d. ljósmyndasýninguna af börnum við vinnu.