Ritstjórnarstefna og ljósmyndir
Stundum er auðveldara að ráða í ritstjórnarstefnu fjölmiðils út frá því hvaða myndir eru notaðar. Myndaáróður getur verið miklu lúmskari og það er aðveldara að afneita honum heldur en texta þar sem skoðanir koma klárlega fram.
Mér finnst þessi mynd af Steingrími t.d. einstaklega vel valin ef markmiðið er að mála af honum neikvæða mynd - gefa í skyn að hann sé reiður, jafnvel vondur.
Sjónarhornið er slæmt, Steingrímur er reiður á svip, hallar sér niður og á ská og með hendina uppi eins og hann sé að fara að berja í borðið.
Af hverju var myndatextinn ekki einfaldlega: "Er Steingrímur sendiboði djöfulsins?"
Smellið á myndina til að lesa fréttina.
Sindri Guðjónsson - 13/02/09 13:59 #
Hvaða, hvaða. Mér finnst þetta frábær mynd. Annars voru myndir af Georgi Runna, fyrrum forseta Bandaríkjanna, alltaf merkilega lélegar (kallinn alltaf með einhvern furðu svip), enda var hann jafn óvinsæll meðal blaðamanna, og annarra stétta. Það er svo sem auðskiljanlegt hvers vegna hann var óvinsæll, það er ekki það.
Matti - 13/02/09 14:09 #
Það lítur ekki nægilega vel út þegar þú skrifar komment áður en færslan birtist opinberlega (athugasemdin tímasett mínútu undan færslu, ég tímasetti hana 5 mín fram í tímann) :-)
Steingrímur er ekki sá fyrsti sem lendir í þessu, en mér þykir ansi mikill stjórnarandstöðubragur af þessari mynd hjá mbl.
Eggert - 13/02/09 14:56 #
Maður sér bara næstum hornin standa upp úr skallanum á honum.
Annars réð ég af fyrri færslum að þú værir á móti Steingrími J., Matti? Hvers lags bloggari ertu eiginlega?
Þetta er eins og með fótboltann, þú verður að velja lið, skilurðu!
Kristín í París - 13/02/09 17:41 #
Iss piss, þarft ekkert að velja lið. Langsmartast að vera skítsama um öfl frá hægri eða vinstri. Kúka á kerfið. Ég kenndi einhvers konar myndlestur einhvern tímann í Menntaskóla og tók upp fréttatímana eitt kvöld af handahófi. Ég fékk þá fullkomið dæmi um stýrandi myndskreytingu hjá Stöð 2. Fréttin var um eitthvað hræðilegt sem Ingibjörg Sólrún og félagar voru að bralla, mig minnir að það hafi verið borgarstjórnardæmi og einhver svaka krísa. Myndin með var hljóðlaus og sýndi þau öll sitja skellihlæjandi kringum fundarborðið. Tæknimaðurinn hefði getað hljóðsett einvhers konar múhahahahaha-hlátur með, en þess þurfti samt ekki, myndin var nógu sterk (og misvísandi) svona.
Eyja - 13/02/09 20:03 #
Er Steingrímur ekki bara í þann veginn að hnerra á myndinni? Kannski vilja Moggamenn að við óttumst hann sem smitbera.
Ætli það megi skrá "sendiboði djöfulsins" sem starfsheiti hjá sér í símaskránni?
Mummi - 13/02/09 21:57 #
Þetta er ansi magnað. Ég fór inn á mbl.is og leitaði að "Davíð Oddsson", "Geir Haarde" og "Steingrímur Sigfússon" í greinum á mbl.is.
Ég opnaði svo nokkrar fréttir efst úr niðurstöðunum og skoðaði myndirnar við. Það er alveg klárlega mynstur. Davíð og Geir föðurlegir og virðulegir. Steingrímur reiður eða afkáralegur á öllum myndunum.
Skondið.
Sindri Guðjónsson - 14/02/09 14:36 #
Steingrímur ER smitberi ný-sósíalismanns. (ég mun framvegis beita því mælskubragði að kalla talsmenn VG "ný-sósíalista", og talsmenn Samfó "ný -jafnaðarmenn")