Örvitinn

Taugastrekktir repúblikanar

Ég held að íslenskir repúblikanar hljóti að finna til mikillar samkenndar með kollegum sínum vestanhafs. Það er erfitt að horfast í augu við að maður hafi klúðrað öllu. Auðveldara að kenna öðrum um.

Taktíkin sem notuð er sýnist mér vera sú sama. Ætli íslensku repúblikanarnir hafi ekki farið í þjálfunarbúðir í Bandaríkjunum.

Heilsíðuauglýsing Andríkis toppar allt. Hvaða innlegg er þetta í umræðuna? Hvað í ósköpunum vilja vefþjóðviljamenn? Hver borgaði?

Um daginn sagði Rush Limbaugh að hann vildi að Obama mistækist starf sitt. Hann var nefnilega hræddur um að ef vel gengi yrði erfitt fyrir repúblikana að komast aftur til valda. Þegar ég les sumt af því sem kollegar Limbaugh hér á landi skrifa sé ég ekki betur en að þeir séu að vona það sama - að ný stjórn nái ekki árangri. Það skiptir þá nefnilega mestu máli að ná völdum. Allt annað virðist vera aukaatriði.

pólitík
Athugasemdir

Baddi - 05/02/09 11:04 #

Mér datt þetta sama í hug og Særún bendir á. Hér er td. reglugerðafargan Háskóla Íslands: http://www.hi.is/is/skolinn/yfirlit_um_reglur_hi. Td. þegar nafn heimspekideildar varð hugvísindadeild, þá kallaði það á reglugerðarbreytingu...

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 12:53 #

Ég hef ekki lesið aulýsingu andríkis. Kannski giltu fullt af reglum, þrátt fyrir annmarkana sem eru á auglýsingu andríkis, og snúa að því að þylja upp allar reglugerða og laga breytingarnar. Hvernig væri bara að telja greinarnar sem voru í gildi í lögum og reglugerðum akkúrat í október 2008? Ég veðja á að það séu þúsundir greina. Best ég kanni það við tækifæri.

Að því sögðu verð ég að vera sammála Andríki um það að hér hafi ekki verið ríkt frjálshyggja. (Er ný-frjálshyggja bara eitthvað uppnefni á frjálshyggju, eða hefur það orð einhverja efnislega merkingu?)

Er það frjálshyggja að láta einhverja pólitíkusa í ríkisstofnun sjá um að verðleggja peninga (stjórna vöxtum)? Láta skattgreiðendur bera ábyrgð á innistæðum fólks í bönkum bæði hérlendis og erlendis? Leyfa fólki að stofna til skulda á ábyrgð skattgreiðenda? Þjóðnýta illa rekin fyrirtæki, í staðinn fyrir að láta þau fara á hausinn? Ekki beint “laissez-faire”!

Er það nóg, til að hægt sé að segja að hér hafi verið frjálshyggja, að hér hafi verið einkareknir bankar? Þá eru býsna mörg ríki frjálshyggjulönd: Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Frakkland, Spánn, Ítalía, Finnland, Portúgal, Belgía, Holland, Austurríki, Sviss, Pólland, og svo framvegis, og svo framvegis, og svo framvegis… Bankarnir í þeim löndum sem ég taldi upp, hefðu allir getað stundað samsvarandi útrás og íslensku bankarnir, innan EES svæðisins, eftir því sem ég best veit. (Leiðréttið mig, þið sem vitið betur)

Fæstir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins myndu kenna sig við frjálshyggju, hvað þá meira, og engir úr röðum annarra flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hagað sér eins og einka eigandi stjórnsýslunnar. Það hefur verið óþolandi. Frjálshyggja snýst að miklu leyti um að takmarka geðþóttavald stjórnmálamanna, en forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa haft geðþóttavald til að gera það sem þeim sýnist í stjórnsýslunni.

Jú, kannski hefur allt verið í steik. Kannski er frjálshyggja alveg ömurlega. En Ísland var ekkert frjálshyggju ríki, frekar en að Svíþjóð hafi verið kommonista ríki þegar jafnaðarmenn voru þar við völd, til dæmis.

Matti - 05/02/09 13:12 #

Hér hefur ansi mikið verið látið eftir "frjálshyggjumönnum" (Viðskiptaráði) síðustu ár.

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 13:19 #

Hvað ertu með í huga? (ég veit ekki hvað hefur, og hefur ekki, verið látið eftir viðskiptaráði)

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 13:39 #

Ef við hefðum búið við frjálshyggju, þá hefðum við t.a.m. ekki verið með Seðlabanka ríkisins. Þegar Glitnir var að komast í þrot hefði hann ekki fengið neitt lán hjá Seðlabanka ríkisins, né verið keyptur/þjóðnýttur. Hann hefði bara farið á hausinn (nema hann hefði útvegað sér lán annarsstaðar). Innstæður fólks hjá Glitni hefðu ekki verið tryggðar af hinu opinbera, frekar en t.d. Ice-save innistæðurnar. Þeir sem ættu innstæður í bankanum hefðu þá bara einfaldlega orðið kröfuhafar í þrotabúinu. Eflaust hefði fólk þurft að huga að því að dreifa áhættunni, með því að eiga peninga í mörgum mismunandi bönkum, o.s.frv.

Það getur verið að fólki finnist þetta alveg ófær leið, að hafa hlutina svona, en þetta væri frjálshyggja.

Matti - 05/02/09 13:40 #

Lækkun skatta á fyrirtæki, minnkun bindiskyldu banka, einkavæðing sparisjóða, einkavæðing í skóla- og heilbrigðismálum er meðal þess sem Viðskiptaráð hefur barist fyrir.

Er frjálshyggja til í raunveruleikanum Sindri? Er þessi leit að alvöru frjálshyggju ekki eitthvað svipað og draumurinn um alvöru kommúnisma? Alltaf þegar tilraunir klikka koma menn og segja að víst hafi þeir rétt fyrir sér, fólk hafi bara ekki hlustað nógu mikið á þá. Þeir þurfi að fá að reyna meira.

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 13:47 #

Nei, frjálshyggja er ekki til í raunveruleikanum, og sé ekki fyrir mér að hún verið til á næstu ár hundruðum, ef einhverntímann. Ég er ekki að leita að alvöru frjálshyggju, ég er bara að segja hvað frjálshyggja er, samkvæmt hugmyndafræðingunum sem hafa aðhyllst hana í 200 ár.

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 13:50 #

Hvaða einkaskólar eru á Íslandi? Eru þeir ekki allir greiddir af ríkinu?

Að lækka skatta, er það frjálshyggja? Er það þá kommonismi að hækka skatta?

Einkarekstur (bakkaður upp af ríkinu) er algengari í Svíþjóð en hér. Er Svíþjóð þá meira frjálshyggjuríki?

Matti - 05/02/09 13:54 #

Vandamálið eins og ég sé það er að þeir sem segjast aðhyllast frjálshyggju aðhyllast hana í raun ekki. Yfirleitt aðhyllast þeir aðhyllast einhverslags einkavinavæðingargræðgisstefnu. Hugmyndafræði sem gengur út á að gera sig og vini sína nógu andskoti ríka.

Skoðum bara einkavæðingar og einkavæðingaráform síðustu ára. Hagkvæmni fyrir land og þjóð hefur alltaf verið í aukahlutverki. Það sem mestu máli hefur skipt er að einhverjir réttir aðilar hagnist nú nógu andskoti mikið. Enda er raunin að þegar upp er staðið er þetta dýrara fyrir alla.

Við þurfum skynsemishyggju í pólitík.

Það er rétt hjá þér, þetta er allt greitt af ríkinu en hagnaður verður eftir hjá einstaklingum.

Það er ekki endilega frjálshyggja að lækka skatta, en hugmyndafræði síðustu ára sem rekin hefur verið áfram af Viðskiptaráði gengur út á að með því að lækka skatta sem allra mest á fyrirtæki græði allir. Raunin er önnur.

Ég aðhyllist skynsemishyggju í þessum málum. Við höfum séð auðsöfnun fárra er ekki að gagnast heildinni. Við höfum séð að það er ekki betra fyrir almenning að gengið sé að öllum kröfum fyrirtækja um minni álögur.

Ég er ekki á móti gróða, hvorki einstaklinga né fyrirtækja. En að mínu mati þarf forgangsröðunin að vera önnur.

Þess vegna vil ég t.d. frekar hækka skatta heldur en að leggja gjöld á fólk sem þarf að leggjast inn á spítala. Þess vegna vil ég frekar ríkisrekinn spítala heldur en einkarekna ef það er hagkvæmara.

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 13:54 #

Það sem ég á við með því að segja að Frjálshyggja sé ekki til í raunveruleikanum er að þetta er útópísk hugmynd sem við erum ekki að fara að sjá í framkvæmd í fyrirséðri framtíð.

Hugmyndin sem slík er hins vegar til í raunveruleikanum.

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 13:58 #

"Vandamálið eins og ég sé það er að þeir sem segjast aðhyllast frjálshyggju aðhyllast hana í raun ekki."

Já, það er eitthvað til í því.

Matti - 05/02/09 14:00 #

Sem er ástæðan fyrir því að ég hef tekið upp á því að kalla Andríkismenn og fleiri (Gísla Frey, AMX liðið, Sigga Kára) repúblikana en ekki frjálshyggjumenn. Þetta eru fyrst og fremst kristilegir íhaldsmenn.

Sindri Guðjónsson - 05/02/09 14:08 #

Ég var einu sinni kristilegur íhaldsmaður, og stoltur af því. Ég hafði vit á því að kenna mig ekki við frjálshyggju.

Haukur Þ. - 05/02/09 14:14 #

Það sem ég held að rugli menn dálítið í þessu er að þeir sem kenna sig við 'frjálshyggju' eiga við það sem á ensku heitir 'libertarianism'. Þeir eru til hér á landi sem kenna sig opinberlega við þá hugmyndafræði en þeir eru sennilega ekki mjög margir. Þetta er ekki orð sem maður sér Sjálfstæðismenn flagga mikið - aðallega þá ungliðana.

En þegar menn tala um 'ný-frjálshyggju' held ég að sé átt við það sem á ensku heitir 'neoliberalism' og er hugmyndafræði sem ég held að enginn hér á landi (og fáir nokkurs staðar) kenni sig við. Það er fyrst og fremst notað sem eins konar skammaryrði af andstæðingum fyrirbærisins.

Annað sem getur valdið ruglingi er að þótt frjálshyggjan sé vissulega útópísk hugmyndafræði sem segja má að hafi aldrei verið hrint 100% í framkvæmd getur þó hver einstök ákvörðun stjórnvalda fært okkur nær eða fjær henni. Í okkar raunveruleika eru frjálshyggjumenn t.d. alltaf fylgjandi því að lækka skatta, skera niður ríkisútgjöld, einkavæða ríkisstofnanir og draga úr regluverki ríkisins. Stjórnvöld geta því vel starfað í anda frjálshyggjunnar og tekið ákvarðanir sem frjálshyggjumönnum líkar án þess að hreinni frjálshyggju hafi verið hrint í framkvæmd.

Í reipitogi skiptir, a.m.k. til skamms tíma litið, mestu máli í hvora áttina menn eru að toga - ekki hvar þeir sjá fyrir sér að lokaákvörðunarstaðurinn sé.

Björn Friðgeir - 05/02/09 14:54 #

Ég hef í þó nokkurn tíma kallað frjálshyggju 'sjálfshyggju'. Mér finnst það eiga ágætlega við.