Örvitinn

Smá klúður þegar lokað er fyrir athugasemdir

Við síðustu uppfærslu fjarlægði ég eitt template tag úr template fyrir stakar færslur sem olli því að athugasemdarform birtist við færslur þó lokað hefði verið fyrir athugasemdir. Þetta olli því að þeir sem ætluðu að kommenta við gamlar færslur þar sem lokað hafði verið fyrir athugasemdir sáu formið en fengu villu þegar þeir reyndu að senda athugasemd inn. Ég var semsagt að laga þetta rétt í þessu, nú sést ekkert athugasemdarform þegar búið er að loka.

Annars loka ég afar sjaldan fyrir athugasemdir. Lokaði skipulega fyrir athugasemdir við færslur sem voru eldri en tveggja ára til að minnka spam en þarf ekki að gera það lengur, spamvörnin virkar ansi vel. Helst að ég loki fyrir athugasemdir þegar ég er að vísa á greinar og tel að umræðan eigi frekar heima við þá grein.

movable type