Vitlausasti maður Íslands?
Það er með öllu ólíðandi að lítill hópur þjóðfélagsins, sem flest kemur úr skæruliðasveitum VG skuli skapa slíkt ástand í þjóðfélaginu.
En það er líka óneitanlega fyndið þegar einstaka aðilar, sem stilla sér upp í fremstu línu mótmæla, fá á sig piparúða, tala um hvað það sé kvalið og þjáð og sjái til að mynda ekki neitt - en getur samt skrifað langar bloggfærslur um það. #
Gísli Freyr er að segja að það sé eitthvað skrítið að fólk sem fær piparvökvabunu (ekki úða) í andlitið skuli blogga tveim tímum síðar. Miðað við hvað Gísli hefur gasprað um þessi mál hefði ég haldið að hann vissi að áhrif piparvökvans eru mest til að byrja með og "eftir um 30-40 mínútur eru verstu einkennin horfin" #.
Gísli Freyr skilur ekki að fólk hafi þörf fyrir að segja frá svona upplifun, vilji deila því með öðrum hvað er í raun að gerast á þessum mótmælum. Hann hefur aldrei mætt á svæðið og veit því ekkert hvað hann er að tala um. Þekkingarskortur hefur aldrei stöðvað vitleysinga.
GH - 21/01/09 21:32 #
Ótrúlegur þessi Gísli Freyr, hann úðar eitruðum og ómálefnalegum þvættingi út úr sér í hverri færslunni af annarri og leyfir svo engin komment.
Gísli Freyr Valdórsson - 21/01/09 21:57 #
Já, alltaf gaman að stórum orðanotkunum. Það er þó rétt að halda því til haga að ég hef fengið á mig gusu af piparúða.
Síðan hef ég reyndar verið viðstaddur sum af þessum mótmælum.
- grettir - 22/01/09 09:45 #
Umorðum þetta:
Það er með öllu ólíðandi að lítill hópur þjóðfélagsins, sem flest kemur úr skæruliðasveitum VG skuli skapa slíkt ástand í þjóðfélaginu.
og finnum hina raunverulegu skæruliða:
Það er með öllu ólíðandi að lítill hópur þjóðfélagsins, sem flest kemur úr spillingarklíku Sjálfstæðisflokks skuli skapa slíkt ástand í þjóðfélaginu.
Fannar - 22/01/09 23:39 #
Hann segir "Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að þingmenn VG aðhyllast flestir það stjórnarfar sem nú ríkir á Kúbu og í Kína – og þar er bannað með öllu að mótmæla." Á síðu þar sem lokað er fyrir öll comment... þvílíkt fífl
-DJ- - 23/01/09 15:51 #
Það er ekki til neitt sem heitir "stórar orðanotkanir" enda er notkun eintöluorð. Þar fyrir utan er ekki heldur til neitt sem heitir "stór orðanotkun".
En það er vel skiljanlegt að Gísli leyfi ekki athugasemdir á sínu bloggi, hann veit sjálfsagt vel að fasískar öfgaskoðanir hans mundu kalla á mikinn fjölda athugasemda.
Gísli hefur sjálfsagt haft opið fyrir athugasemdir í upphafi og komist að þessu þannig. Nú veit hann sem er að fólk er almennt heimskt og skilur ekki hvað fasisminn er fallegur.
En hann veit betur.