Örvitinn

Kannabis á Íslandi

Af hverju er fíkniefnalögreglan allt í einu farin að berjast á fullu gegn kannabis á Íslandi? Þessa dagana berast reglulega fréttir af kannabis. Um daginn heyrði ég frétt þar sem ég hélt að verið væri að tala um krakk, dílerarnir farnir að gefa krökkum fyrsta skammtinn!

Er kannabis eitthvað vandamál? Ættu sterkari efni ekki að hafa forgang? T.d. áfengi. Frekar vil ég að unga fólkið fólk sé á kannabis en áfengi. Held það fari betur með fólk og valdi minni vandræðum.

eiturlyf
Athugasemdir

Hildur - 15/01/09 14:58 #

Er þessi færsla skrifuð í háði?

Már - 15/01/09 15:19 #

..mögulega vegna þess að ríkið er búið að hækka áfengisverð svo mikið að þeir eru hræddir um að krakkarnir skipti yfir í kanabis í stórum stíl :)

Matti - 15/01/09 15:26 #

Er þessi færsla skrifuð í háði?

Neibb. Ég hef ekki orðið var við að kannabis sé stórt vandamál á Íslandi.

Undanfarna daga finnst mér fréttaflutningur af kannabis hafa aukist verulega (sá þessa frétt síðast) og sumt sem ég hef heyrt hefur verið ansi ýkt.

Ef þið vitið til þess að kannabisneysla sé vandamál hér á landi er ég tilbúinn að hlusta á rök.

Kristín í París - 15/01/09 15:50 #

Ég veit um nokkur dæmi þar sem kannabis gerir aumingja úr fólki sem hafði allt til að bera að verða eitthvað meira og betra en það. Í sumum tilfellum eru önnur efni notuð með, áfengi og jafnvel sterkari eiturlyf, en ekki alltaf og alltaf hófst þetta á kannabisneyslu. Mun auðveldara er að fela reykingar en drykkju, mæta reyktur í vinnu o.s.frv. Svo þekki ég reyndar líka fólk sem fær sér af og til í pípu og er hið ágætasta fólk. Náttúrulega er þetta alltaf spurning um hinn gullna meðalveg.

Sindri Guðjónsson - 15/01/09 16:18 #

Ég þekki náið nokkra einstaklinga sem sitja og gera ekki neitt árum saman, í kjölfar, og meðfram kannabisneyslu. Orri Harðarson frændi minn sagði mér að kannabisstrákarnir á Vogi væru mjög lengi að ná sér, og kæmu jafnvel engu í verk 1-2 ár eftir að þeir væru hættir.

Ég þekki aftur á móti enn fleiri dæmi um fólk sem hefur lagt líf sitt og annarra í rúst með áfengisneyslu.

Matti - 15/01/09 16:26 #

Það má hugsanlega einfalda samanburðinn á áfengi og víni með því að neytendum í tvo flokka. Þá sem misnota efnið eða missa tök á neyslunni og þá sem hafa stjórn á neyslunni.

Það er ljóst að kannabis slævir þá sem nota það reglulega og þeir geta verið lengi að jafna sig. Áfengi til samanburðar hefur jafnvel enn verri áhrif á þá sem festast í neyslu en þeir gætu verið fljótari að jafna sig.

Svo er spurning hvaða áhrif þessi efni hafa á þá sem neyta þeirra sjaldan og hafa "stjórn" á neyslunni. Ef ég rambaði á hóp manna í skuggasundi um miðja nótt vildi ég frekar að þeir hefðu verið að dunda sér við að reykja maríjúana en að sturta í sig áfengi.

Ég verð þó að taka fram að ég hef töluvert meiri reynslu af áfengisdrykkju en maríjúanareykingum (enga).

Arngrímur - 15/01/09 16:46 #

Held að öll kannabisefni sem ég hef prófað einu sinni eða oftar, þá hass, maríjúana og skúnkur, séu álíka leiðinlegir (en missterkir) vímugjafar. Segi bara við þá sem tíma og nenna þessu: verði ykkur að góðu!

Hildur - 15/01/09 17:11 #

Hefur þú ekki orðið var við að kannabis sé stórt vandamál á Íslandi? Ég hef orðið vör við það. Og ég sé ekki af hverju samanburðurinn á áfengi réttlæti eitthvað kannabis. Eigum við ekki nóg með áfengisvandamálin þótt við förum ekki að slaka á gagnvart kannabisinu líka? Mér finnast það algjör falsrök að blanda áfengi inn í umræðuna um vímugjafa. Svona svipuð falsrök og sumir hasshausar nota: "Maður verður ekki líkamlega háður þessu heldur frekar andlega háður. Ég get til dæmis alveg hætt hvenær sem ég vil, mig bara langar ekkert til þess."

Matti - 15/01/09 17:15 #

Hefur þú ekki orðið var við að kannabis sé stórt vandamál á Íslandi?

Ég hef ekki orðið var við að maríjúana sé stórt vandamál á Íslandi. Eins og ég sagði, þá er ég alveg tilbúinn að hlusta á rök fyrir öðru. Er maríjúana stórt vandamál á Íslandi?

Og ég sé ekki af hverju samanburðurinn á áfengi réttlæti eitthvað kannabis.

Ég er ekki að réttlæta kannabis í sjálfu sér, ég er að setja spurningamerki við stríðið gegn kannabis.

Hildur - 15/01/09 17:34 #

Þú skrifaðir til að byrja með að þú hefðir ekki orðið var við að kannabis, ekki bara maríjúana, væri stórt vandamál á Íslandi. Mér finnst það reyndar aukaatriði, ég set allt kannabis undir sama hatt þó svo að það sé auðvitað missterkt. Það eru áreiðanlega til tölur yfir hversu útbreitt vandamál kannabis er á Íslandi og svo getur hver og einn metið hvort það telst mikið. En óháð þeim hef ég séð alveg nógu marga skemmast og staðna í þroska við neyslu kannabis til þess að telja það vera orðið of mikið vandamál. Verst hefur mér þótt að heyra unglinga tala um að kannabis sé skaðlaust og skárra en áfengi. En er eitthvað sérstakt stríð gegn kannabis frekar en öðrum efnum? Er ekki bara miklu meiri ræktun og neysla á því?

Matti - 15/01/09 17:44 #

Ég skrifaði vissulega um kannabis í færslunni en fréttir hafa undanfarið fjallað jöfnum höndum um kannabis og maríjúana. Ég hefði talað um hass ef ég væri að tala um það. Ég reyndi að útskýra þetta frekar í athugasemdum.

En óháð þeim hef ég séð alveg nógu marga skemmast og staðna í þroska við neyslu kannabis til þess að telja það vera orðið of mikið vandamál.

Ertu að tala um hass eða ertu að tala um maríjúana?

Verst hefur mér þótt að heyra unglinga tala um að kannabis sé skaðlaust og skárra en áfengi.

Er það ekki einfaldlega rétt? Þ.e.a.s. að marijúana (og jafnvel kannabis almennt) sé skárra en áfengi? Hér er t.d. frétt frá Bretlandi um flokkun fíkniefna.

Hildur - 15/01/09 18:02 #

Ég er að tala um kannabis, og þar með bæði hass og maríjúana. Hví skyldi ég gera greinarmun á því? Mér finnst það eins og að gera greinarmun á neyslu léttvíns og vodka. Þótt þau séu missterk er ekki þar með sagt að vandamálin þeim tengd séu eitthvað eðlisólík.

Ég leyfi mér að efast um að maríjúana, eða kannabis almennt, sé eitthvað skárra en áfengi en ég er enginn sérfræðingur. Þetta held ég fari líka eftir mati hvers og eins, hvað er slæmt og hvað ekki. En það er aukaatriði, það er beinlínis sorglegt að heyra hvað unglingum virðist oft hafa verið talin trú um að neysla hins ólöglega vímuefnis kannabis sé léttvæg og/eða að áfengi réttlæti hana eitthvað. Sérstaklega af því að þau tilfelli sem ég þekki um fólk sem hefur staðnað í þroska og skemmst af völdum þess byrjaði einmitt á unglingsaldri.

María - 15/01/09 19:24 #

Heila- og taugalæknir sagði mér fyrir ekki svo löngu að menn verða ekki heimskir af því að drekka, þeir verða heimskir af því að reykja kannabis. Við áfengisneyslu skemmast stoðfrumur í heilanum sem er ekki meiriháttar mál, en við kannabisneyslu skemmast taugafrumur og það er mjög slæmt. Auðvitað skiptir svo magn neyslu máli. Kannski er ekki rétt hjá þér að tala um kannabis sem skaðlausari vímugjafa en áfengi.

Verð vímugjafa skiptir miklu máli þegar ungt fólk velur sér vímuefni. Eins og einhver sagði gæti verið að lögreglan hafi áhyggjur af stóraukinni kannabisneyslu með hækkandi áfengisverði.

Arngrímur - 15/01/09 19:26 #

Hildur hefur lög að mæla, fólk skemmist alveg eins af maríjúana og hassi. Þekki nokkur hryllileg dæmi þótt ég sé auðvitað engin tölfræðimaskína. Ég hafði hinsvegar enga sérstaka skoðun á eiturlyfjum fyrr en þau skemmdu sum af elstu vinasamböndum mínum.

Svo hef ég á hinn bóginn tvöfalt siðgæði þegar kemur að ofurverðlagningu á áfengi. Ef ríkið kýs að selja fíkniefni, til dæmis áfengi, finnst mér það varla geta samrýmst heilbrigðri skynsemi að setja á það 70% álagningu sakir skaðsemi. Ef neysluvaran er svona skaðleg þá á ríkið ekki að selja hana.

Kristinn - 16/01/09 09:54 #

Boð og bönn í þessum efnum eru tóm della að mínu mati. Fólk sem vill dópa, dópar.

Ríkið ætti að taka brot af löggæslukostnaðinum og nota í fræðslu og forvarnir, styrkingu félagsnetsins. Það myndi gera mun meira til að hemja neyslu en nokkurntíman þetta svokallaða stríð við fíkniefni.

Þetta er tómur skrípaleikur, sem sést kannski best á því að það sér aldrei högg á vatni í framboði eða verðlagningu á þessum varningi, hvernig sem löggan ber sér á brjóst.

Sindri Guðjónsson - 17/01/09 17:34 #

Já Kristinn, það eru tvær hliðar á þessu máli, og hægt að færa málefnaleg rök bæði með og á móti því að leyfa neyslu kannabisefna.

420 Gaur - 16/02/09 03:39 #

Cannabis er svona skemmandi eins og tið talið um þegar það er notað í miklu óhófi. það sama á við um áfengi. en við getum ekki litið framjhá því að það eru engin skráð dauðsföll af völdum marijuana. Það er fáránlegt að það skuli vera glæpur að nota cannabis en ekki áfengi.

Kristinn - 16/02/09 10:05 #

Sindri

Ég hef sáralítið séð af málefnalegum rökum fyrir banni á kannabis. Þetta eru yfirleitt upphrópanir fólks sem ekkert veit um málið eða einverjir brenndir einstaklingar að gráta fortíð sína.

Staðreyndin er sú að þúsundir manna reykja sér til skemmtunar endrum og eins og bannið gerir þetta fólk að glæpamönnum sem lögreglan þarf að hafa áhyggjur af, sem þyrfti alls ekki að vera tilfellið.

Ég get ómögulega séð að bannið sé að gera nokkrum manni gott. Hitt er annað mál að það þarf að upplýsa fólk um eðli efnisins og vara við óköstum þess, rétt eins og gert er með sígarettur og áfengi.

Mína skoðun er að finna í lengra máli hér: http://www.andmenning.com/?p=1710

Diddi - 17/03/11 13:15 #

Já þið segið þetta? Ég veit að ég er frekar seinn inná þessa umræðu. En til að svara upprunalegu spurningunni; afhverju hófst alltíeinu þessi gríðarlega uppræting á grasi seint 2008/snemma 2009?

Einfalt; múgsefjun. Í stað þess að eltast við menn sem eru svo sannarlega glæpamenn í siðferðislegum, pólítískum, félagslegum og málefnalegum skilning... ...þá datt þeim í hug að setja nýjan óvin á stall. Óvin sem var mun auðveldara að uppræta heldur en hinn.

Peningar, völd & peningar. Það er það eina sem sætir einhverjum forgangi í þessu blessaða samfélagi. Í dag, 17.3. 2011 er það enn sannara en nokkru sinni áður; á meðan fjármagn til félags-, heilbrigðis- og menntamála er skert, þá er hellings pening dælt í stóriðnað og aðrar framkvæmdir. Sumir segja að það sé okkur í hag... ég sé ekki hvernig.

Ennfremur, forræðishyggjan sem bannar vímugjafa er af sömu sort og forræðishyggjan sem bannaði samkynhneigðum eitt og annað, bannaði þessa hegðun eða hina... með öðrum orðum; Thought Police. Afhverju eru vímugjafar, sem er heilsufarsvandamál, gert að vandamáli laganna? Í Bandaríkjunum er gjarnan sagt; verstu afleiðingar sem Kannabis getur haft eru LAGALEGAR afleiðingar, td. fangelsisvist fyrir það eitt að vera með örlítið magn á þér.

Kannabis slævir? Klárlega... en kannabis og áfengi eru ekki samhæfanleg að því leitinu til að sumt gras/hass er margfalt sterkara en annað gras/hass. Mikilvægasti munurinn er Sativa vs. Indica Sativan er hressari, aktívari og meira hugmyndaflugs "high". Indican er margfalt slakari; sófaseta, "bodyhigh" og oft tómleiki fylgja þeirri tegund.

Virku efnin í kannabis eru mjög sérstæð, og lengi að skolast úr líkamanum. Þol myndast mjög hratt, sem þýðir að ef þú situr og reykir sama magn með sömu tíðni (þeas talsvert magn), þá muntu finna sífellt minni og styttri áhrif. Fyrir bestu áhrif er gott að láta nokkra daga líða á milli.

Legg til að hver og einn kynni sér þær upplýsingar sem eru til staðar á netinu. Og ekki bara á einum stað, heldur víða!

riko - 06/11/11 22:13 #

http://www.youtube.com/watch?v=hoK6NztH3eQ

Þessi mynd hefur náð gífurlegum vinsældum í bandaríkjunum , kanada og víðar. Hún hefur jafnframt verið notuð sem fræðslumynd í skólum í kanada.