Örvitinn

Draugur í bústað?

Öryggisgræjan í sumarbústaðnum skynjar gest á hverri nóttu en samt er ekkert í gangi. Sjónvarpið enn á sínum stað og ekkert athugavert á myndum. Ég þarf að muna (og nenna) að færa tækið næst þegar við förum í bústað. Festa það upp við loft inni í stofu.

Hér er æsispennandi myndband úr bústað frá hádegi í dag, hitinn inni í bústað var 19°.

Sjáið þið drauginn?

dagbók
Athugasemdir

Gunnar - 31/12/08 15:51 #

Ég geri ráð fyrir að það sé enginn músagangur þarna, eða rottugangur, svo ég veðja á að það séu risa kakkalakkar í bústaðnum.

Matti - 31/12/08 15:53 #

Góð kenning. Risakakkalakkarnir hafa að sjálfsögðu stútað öllum hagamúsum.

Gunnar - 31/12/08 16:13 #

Já, eftir að mýsnar átu rotturnar.

Sirrý - 01/01/09 02:58 #

Já ég sé draugin en þetta er ekki maður heldur dýr mjög líklega hlébarði. Hann er eitthvað að villast vona að þið geti hrakið andahans til síns heima þegar þið farið næst í bústaðinn.