Örvitinn

Meira um gríðarlega kirkjusókn

kjorkassinn.jpgÞað er að sjálfsögðu afskaplega lítið (eiginlega ekkert) að marka vefkannanir Fréttablaðsins en mér þykir þessi niðurstaða samt skemmtilegt í ljósu umræðu um gríðarlega kirkjusókn. Frétti af þessu í dag þannig að ekki var það ég sem hamaðist við að kjósa. Birtist í Fréttablaðinu í gær.

Það var svosem annað sem vakti athygli í því blaði. Leiðari blaðsins var með hressara móti.







kristni
Athugasemdir

Á - 29/12/08 11:43 #

Frétt um mikla kirkjusókn er árviss viðburður á jólum og heimildin er ævinlega sú sama, prestar einvörðungu.

Kirkjusóknin eykst alltaf milli ára í þessum fréttum sem ég er fjarska vantrúaður á (þó ég sé ekki í Vantrú). Þær eru fréttastofum ekki til sóma.

Óli Gneisti - 29/12/08 11:49 #

Ég les leiðara gærdagsins í ljósi Moggaleiðarans frá því á aðfangadag.

Magnús - 29/12/08 12:45 #

Getið þið frætt mig um Moggaleiðarann?

Matti - 29/12/08 13:14 #

Við erum að tala um jólaleiðara Morgunblaðsins.

Íslenzka þjóðin hefur í meira en þúsund ár leitað til kirkju Krists í erfiðleikum og átökum, áföllum og hamförum. Á því er engin undantekning nú. Kirkjan sinnir mikilvægu hlutverki í sálgæzlu og stuðningi við fjölskyldur í erfiðleikum. Þar vinna margir óeigingjarnt starf.

Kristur getur hjálpað okkur í vandræðum okkar á svo ótalmarga vegu. Ef við hugsum og breytum eins og hann kenndi verða erfiðleikarnir léttbærari. Við eigum að geta orðið sáttari við sjálf okkur, ekki aðeins sem einstaklingar heldur sem þjóð er lengi hefur sótt leiðsögn í kristna kenningu.

...og svo framvegis.