Örvitinn

Flett upp frá lögfræðistofu

Mér finnst forvitnilegt þegar ég er googlaður frá lögfræðistofu í Reykjavík.

10:17:08 mx0.[eytt].is /matti/ "http://www.google.is/search?hl=en&q=matth%C3%ADas+%C3%A1sgeirsson" MSIE7.0WindowsNT5.1.NETCLR1.1.4322.NETCLR2.0.50727)"

Kannski er einhver að spá í nafna mínum. Ég held ég hafi ekkert á samviskunni þessa dagana sem ætti að valda áhuga lögfræðinga.

dagbók
Athugasemdir

Teitur Atlason - 16/12/08 10:59 #

það er verið að undirbúa málsókn á hendur þér Matti minn. Þetta er búið. -Segðu af þér.

Matti - 16/12/08 11:03 #

Djöfull, það hlaut að koma að þessu :-)

Err - 16/12/08 11:16 #

Bíddu nú við! Er hægt að sjá hverjir leita að hverju hjá Google.com?

Þórður Ingvarsson - 16/12/08 11:27 #

Eflaust Ómar R. Valdimarsson, eflaust enn í fýlu útaf því þú svaraðir honum í athugasemdakerfinu hans.

Matti - 16/12/08 11:29 #

Hvaða vitleysa. Þetta er kvenkyns aðdáandi, engin spurning ;-)

Err, það er bara hægt að sjá ef þú fylgir link frá google á einhverja síðu. Þegar þú smellir á vísun er send beiðni á vefþjóninn sem hýsir síðuna sem þú villt skoða. Sú beiðni inniheldur slóð sóðunnar sem þú villt sjá, en einnig slóð síðunnar sem þú kemur frá (sjá: referrer). Vefþjónninn vistar þessar upplýsingar í skrá. Það er sú lína sem ég sýni í færslunni.

Walter - 16/12/08 12:20 #

Þetta er svona "ambulance chaser" lögfræðingur sem vill fá þig í viðskipti :)

Örugglega hægt að græða fínan pening á því að hafa þig sem viðskiptavin og kæra allt liðið sem rænir og ljúga um þig.

Eggert - 16/12/08 13:34 #

Er [eytt] eitthvað svakalega fancy domain nafn, með klobbum og öllu? Er nafnið kannski borið fram 'klobbum eytt' kannski?

Eva - 16/12/08 18:40 #

Neinei, er þetta ekki bara einhver starfsmaður sem neyðist til að láta barnið sitt annaðhvort gleypa Gvuðsorð eða dóla sér eitt fram á gangi og ákvað að nota vinnutímann til að kynna sér viðbrögð annarra í sömu stöðu?

Elías - 16/12/08 22:49 #

Þetta er bara einhver einkaritari sem er að spekúlera í nafna þínum.

Matti - 16/12/08 23:54 #

Það held ég líka enda skoðaði "hún" ekkert nema síðuna um mig - og sá þá að ég var rangur maður.

Sindri Guðjónsson - 17/12/08 12:22 #

Hvernig ferð þú að því að vita hvort/hverjir gúgli þig? Ég er ekki mikill tölvukunnáttumaður.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort að ég sé gúglaður þegar ég sæki um störf. Þegar ég er gúglaður kemur upp bloggið mitt, þar sem sést að ég hef óheilbrigðan ofur áhuga á Biblíunni, og er trúlaus, vantrú.is (sem varla aflar mér vinsælda), frjálshyggjuspjallið (ekki til þess fallið að valda mér vinsældum, sérstaklega ekki nú um stundir), skákfréttir (nörd), held þetta sé ekki að hjálpa mér í starfsleitinni. Ég vildi að ég héti "Guðmundur Sigurðsson" :-), það er allt of auðvellt að finna allt um "Sindra Guðjónsson".

Matti - 17/12/08 12:34 #

Ég sé bara hverjir koma á mína síðu útfrá google leit. Í þeim tilvikum get ég semsagt skoðað referrer upplýsingar (sbr. fyrra komment)

Þ.e.a.s. ef einhver googlar mig og smellir ekki á link á leitarsíðunni er ekki nokkur leið fyrir mig að sjá að leitað hafi verið að mér. Ef fólk afritar vefslóðina í address svæðið í browsernum í stað þess að smella á vísun sést ekki frá hvaða síðu það kom.

Þannig að ef einhver kemur inn á síðuna mína eða Vantrú frá google leit að þér get ég séð það. Ég læt þig þá vita ef það er einhver lögfræðistofa ;-)