Filma!
Þegar ég keypti D700 í haust greip ég eina litfilmu í Fótoval og skellti í myndavél sem ég er með í láni. Ég hef verið afskaplega latur við að taka myndir á filmuna en kláraði hana loks fyrir rúmum tveimur vikum. Skellti filmunni í framköllum hjá Pixlum fyrir helgi og sótti í dag. Pantaði myndirnar á geisladisk en fékk einnig prentun ókeypis vegna misskilnings. Ég átti reyndar von á því að myndirnar yrðu í hærri upplausn á geisladisknum en þetta dugar fyrir vefinn. Þyrfti að láta skanna þær aftur ef ég ætlaði mér að gera meira með þær.
Hér eru allar 36 myndirnar 35 myndir(ætli þessi sem vantar upp á hafi ekki verið ónýt). Þetta eru fyrst og fremst myndir af familíunni. Það eina sem ég gerði við myndirnar var að minnka og skerpa með Python scripti. Myndirnar eru teknar með öllum linsunum sem ég á, sumar með drasllinsunni sem fylgdi filmuvélinni, aðrar með 50 1.8, 20-30 2.8, 80-200 2.8 eða 30 1.4 dx linsunni. Ég er dálitið hrifinn af myndunum sem koma úr Sigma 30 1.4 dx linsunni þó þær vignetti hroðalega og ég þurfi að fókusa manual. T.d. finnst mér myndin af Áróru hér fyrir neðan ansi góð. Ég er líka frekar ánægður með litina í flestum tilvikum.
Þetta er fyrsta filman sem ég læt framkalla síðan 1999. Nú er ég með svarthvíta Ilford 400 asa filmu í vélinni. Spurning um að stefna á að klára hana á þessu ári.