Örvitinn

Borgaraleg gildi

Hvað í ósköpunum eru "borgaraleg gildi"?

Látum okkur sjá, pistill eftir BB. Eru þetta semsagt íslenskir repúblikanar?

pólitík
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 17:42 #

Hvaðan kemur sú hugmynd að Björn Bjarnason sé sértakur Repúblikani? Hann er það bara alls ekki (þetta er bara eitthvað sem loðið við hann, líkt og t.d. ranghugmyndir sem menn hafa um vantrú). Sbr t.d. eftirfaranid viðtal á Bylgjunni:

Björn Bjarnason: Ég hef nú þá tilfinningu að Obama muni sigra þetta og ég verð að segja að þegar maður lítur yfir hans kosningabaráttu og þær hindranir sem hann hefur farið yfir, hvað honum hefur gengið vel að safna fjárstuðningi, hann hefur sigrað kosningavél Clinton fjölskyldunnar innan eigin flokks og hann virðist vera að sigra hina öflugu kosningavél repúblikana, sem hefur þótt ákaflega vel smurð og skipulögð, þá er ekki annað unnt heldur en að hafa aðdáun á því hvernig manninum hefur tekist þetta. Og fyrir utan að yfirvinna ýmsa fordóma vegna síns litarháttar að þá er það með ólíkindum að þetta skuli vera að gerast í okkar samtíma og líklega höfum við aldrei vænst þess að þetta myndi gerast í Bandaríkjunum sem erum að minnsta kosti komin á sama aldri og ég. En að þessu leyti finnst mér þetta mjög merkilegt og ég tel að ...

Kristófer: Heldurðu að það sé farsælla fyrir Bandaríkin?

Björn Bjarnason: Ha?

Kristófer: Heldurðu að það sé farsælla fyrir Bandaríkin að Obama vinni?

Björn Bjarnason: Ja, mér finnst nú og ég hef nú haft þá skoðun að Bush stjórnin hafi málað sig út í horn og málað Bandaríkin út í horn og ég vona að Bandaríkin verði opnari til dæmis í samskiptum við okkur heldur en þau hafa verið á undanförnum árum undir forystu Bush stjórnarinnar. Ég tel að framganga þeirra til dæmis í varnarmálunum gagnvart okkur sé að mörgu leyti óskiljanleg og ég er líka þeirrar skoðunar, að það hafi ekki núna í þessum fjárhagsvanda, sem við erum að ganga í gegnum, komið sá stuðningur frá Bandaríkjunum sem maður hefði getað vænst. Þannig að ég held að það geti nú varla versnað fyrir okkur.

Matti - 02/12/08 18:33 #

Eitt nafn: Ann Coulter.

Björn Bjarnason hefur verið að vitna í hana og álíka gáfulegt lið máli sínu til stuðnings. Hann var einnig stuðningsmaður Bush en dró kannski úr stuðningin sínum þegar vinsældir Bush fóru að dala.

Ég held það megi alveg kalla BB, Birgi Ármanns og fleiri repúblikana. Þetta er kristilegir íhaldsmenn.

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 19:26 #

Já, hann gerði það einu sinni í bloggfærslu, árið 2003, þegar hann hrósar bókinni Treason. Árið 2003 hefði ég líka fílað þá bók. Ekki lengur. Engu að síður er hún ekki eins rosaleg eins og bækurnar Slander, og Godless, sem komu út síðar. Ég er hand viss um að Birni hafi verið ókunnugt um svæsnustu ummæli Ann Coulter þegar þessi bloggfærsla var skrifuð.

Ég vil annars bæta því við, að ég hef setið á nokkrum litlum fundum með Birni hérna á Akureyri um þann málaflokk sem hann er ráðherra yfir. Þetta voru fundir sem hann hélt með nokkrum Sjöllum hér. Björn er öðruvísi maður en menn halda. T.d. var rætt um refsingar á einum fundinum, og vildu fundarmenn almennt þyngja refsingar gegn hinum og þessum brotum. Birni fannst fundarmenn alltof refsiglaðir, og taldi refsingar engu skila. Einnig var rætt um afbrot ungs fólks, og vildi Björn að ungir afbrotamenn fengju sem oftasta séns á betrun og öðru, og yrðu helst ekki ákræðir, og alls ekki settir í fangelsi. Það gæti eyðilagt efnilegt fólk til frambúðar. Hann var hlynntur einhverskonar samningum við þetta fólk, og að leyta leiða til að hjálpa því utan við refsivörslu kerfið.

Ég tel að margir hefðu haldið að Björn væri svona Texas repúblikani, sem vildi setja skrílinn í langt fangelsi, og svo framvegis, eins og Aron Pálmi lenti í. Björn gangrýndi sérstaklega "bandarísku leiðina" á fundinum. Ég hef aldrei orðið var við að Björn sé eins hrifinn af núverandi stjórnvöldum í USA og fólk heldur, og í þau örfáu skipti sem ég hef heyrt hann tjá sig um þau, var það á neikvæðum nótum. (alveg síðan 2004-5 amk). Ég tók sérstaklega eftir þessi, þar sem ég var, þangað til fyrir 3 árum, "repúbliknai", og fílaði Bush.

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 19:32 #

Annað. Ég myndi segja að bæði Geir H. Haarde, og Árni Matthiesen væru mun "kristnari" en Björn. Í fyrsta skipti sem ég hitt Geir, þá hélt hann smá tölu yfir hausamótunum af hópi Sjálfstæðismanna. Hann endaði svo ræðuna á "Guð blessi ykkur". Þetta var fyrir löngu. Það kom mér ekkert á óvart þegar hann kom með "Guð blessi íslenska þjóð, hér um daginn". Kunningi minn heyrði Árna Matt flytja einhverja Billy Graham predikun á jólafundi SUS fyrir nokkrum árum. Ég bara skil ekki afhverju Björn hefur verra orðspor en hinir. (jú, reyndar, hann er ljótur, og ósjarmerandi, og með ljóta rödd, það getur dugað).

Þess má geta, að ég er alls enginn sérstakur vinur Björns. Ég hef t.d. kvartað undan honum til Umboðsmanns Alþingis - kvörtunin var tekin til greina og fékk álit frá Umboðsmanninum mér í vil.

Það þarf að skipta karlinum út. Hann hefði átt að hætta fyrir 6 árum.

Matti - 02/12/08 19:35 #

Þetta er fróðlegt og ekki veit ég af hverju Björn hefur verra orðspor en hinir. Kannski vegna þess að hann hefur verið kirkjumálaráðherra, kannski vegna þess að fólk tengir hann vil löggæslu og "hervæðingu" lögreglunnar. Ég skal ekki segja.

Sindri Guðjónsson - 02/12/08 20:01 #

Fyrst þú minnist á "hervæðingu" lögreglunnar. Það er eitt frábært dæmi um það hvernig fólki tekst alltaf að snúa uppá sig gegn Birni. Um daginn voru tveir lögreglumenn barðir í Árbænum fyrir framan fjölda vitna, þegar þeir komu til að hafa afskipti af partýi. Menn urðu rosa reiðir, og umræðan fór m.a. út í það að gagnrýna og hneikslast yfir því hversu illa vopnaðir lögreglumennirnir höfðu verið. Þeir höfðu ekkert til að verja sig. Nokkrum dögum síðar var keyptur einhver vopnabúnaður fyrir lögreglumenn (úðar eða kilfur eða eitthvað), og þá fór umræðan eins og skot út í það hvað Björn Bjarnason væri mikill herdýrkandi, og hverslags lögregluríki þetta væri að verða, með vopnaða lögreglumenn og alles.

Matti - 02/12/08 20:04 #

Ég tók þátt í þeirri umræðu og hún var alveg jafn glórulaus hjá þeim sem héldu að rafbyssur hefðu gert eitthvað gagn. Þær hefðu ekki gert það, eflaust bara illt verra.

Gísli Freyr Valdórsson - 03/12/08 03:48 #

Þá sjaldan að við Sindri erum sammála þessa dagana er ég sammála honum hér, fyrir utan það að BjBj hefði átt að hætta fyrir 6 árum - því er ég ekki sammála.

Því miður hefur Ann Coulter og fleiri í hennar „deild" komið slæmu orði á bandarísk stjórnmál eins og þau leggja sig, burtséð frá kristni eða ekki.

Því má við bæta, að því miður tengjast stjórnmál og trúarbrögð (þá aðallega kristni) allt of sterkum böndum vestanhafs.

Það er allavega mín skoðun, þrátt fyrir að vera „trúarnöttari" eins og Matti myndi orða það.

Af því að Sindri minnist hérna á blessunarorð og jólahugleiðingar þeirra Geirs og Árna. Það er auðvitað ekkert að því að stjórnmálamenn séu trúaðir og jafnvel opnir með sína trú - svo lengi sem þeir reyna ekki að festa hana í landslög.

Þó ég og fleiri kjósum að lifa eftir „kristnu siðgæði" (svo langt sem það nær) er það ekki merkilegra siðgæði en hvað annað þannig að það á ekki að vera kappsmála að setja lög um þaðn þó vissulega megi tala um það á opnunm vettvangi.

Það sama má segja um siðgæði öfgafemínistanna, það er ekki það merkilegt að það þurfi að binda það í lög þannig að allir þurfi að lifa eftir því.

Tvö ólík dæmi en sama grundvallar prinsipp.

Sindri Guðjónsson - 03/12/08 09:10 #

Matthías, það getur vel verið að það sé alveg glórulaust að kaupa rafbyssur, og ef til vill er "hervæðing" lögreglunnar of mikil (hef reyndar aldrei myndað mér sérstaka skoðun á því). Hins vegar fékk lögreglan líka á baukinn fyrir ekki svo löngu, fyrir að vera of illa vopnuð og illa búin. Það er vandlifað.

Sæll Gísli.

Matti - 03/12/08 10:31 #

Ég verð að játa að ég missti alveg af umræðunni um að lögreglan væri of illa vopnuð.

Sindri Guðjónsson - 03/12/08 12:39 #

Ekki ég. Kom beint í kjölfar þess að lögreglumennirnir voru lamdir í Árbænum :-/

Már - 06/12/08 00:26 #

hehehe, grey Matti. Litlu repúblikanarnir gjörsamlega éta hann í sig eins og engisprettur.

Matti - 06/12/08 13:06 #

Sindri er fínn náungi og ekki ætla ég að kalla hann repúblikana.

Aftur á móti veit ég ekki enn hver þessi "borgaralegu gildi" eru?

Sindri Guðjónsson - 06/12/08 22:12 #

Takk fyrir það Matti. Borgaralegu gildin eru góð. Það er bara spurning hvort að þeir sem segist aðhyllast þau geri það í raun.

Borgaraleg gildi: -Réttarríkið, takmörkun á opinberi valdi, og geðþóttavaldi stjórnmálamanna og stjórnvalda. Rule of law, not rule of man. -Trúfrelsi, -Allir jafnir fyrir lögunum án mismunur á grundvelli litarhátt, kyns, kynhneigðar, trúarbragða, þjóðernis, o.s.frv. -Engan má svipta frelsi af geðþótta, og enginn skal sæta refsingu, nema hafa verið sekur um refsiverða háttsemi -Eignarétturinn skal vera friðhelgur -Friðhelgi einkalífs -Skoðanafrelsi -Tjáningafrelsi - Önnur frelsis mannréttindi. (kölluð neikvæð fyrstu kynslóðar réttindi, sem snúast um að fá að vera í friði fyrir ofríki stjórnvalda. Mannréttindi sem snúast um að fá aðstoð, eins og t.d. rétturinn til aðstoðar frá hinu opinbera teljast ekki borgaraleg réttindi, heldur félagsleg velferðarréttindi.

Þessi borgaralegu gildi eiga rætur að rekja til upplýsingarinnar og hinna borgaralegu afla á 18-19 öld, sem steyptu einveldisstjórnunum af stóli.

Már - 07/12/08 11:50 #

Ef ég ef skilið hugtakið rétt, þá má segja að "borgaraleg gildi" sé fansí orð yfir "hægrisinnuð gildi".

Sindri Guðjónsson - 07/12/08 12:23 #

Taktu samt eftir því að fjölmargir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins virðast telja að ráðherrum sé heimilt að ráða hverju sem þeir vilja að eigin geðþótta og gerræði. Skipa menn í dómarastöður sem ekki eru hæfastir, og svo framvegis. Hægrimennska á að snúast um að takmarka geðþóttavald framkvæmdavaldsins, en þegar Sjálfstæðismenn eru búnir að hafa það nógu lengi, þá hrynja allar girðingarnar sem eiga að vera til staðar til að hefta völd stjórnvalda.